Tesla hefur fjöldaframleiðslu rafhlaðna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. janúar 2017 11:00 Tesla Model S. vísir/ap Risavaxin verksmiðja rafbílaframleiðandans Tesla hóf í gær fjöldaframleiðslu lithium-ion rafhlaðna. Er verksmiðjunni ætlað að útvega öllum bílum hinnar nýju tegundar, Model 3, rafhlöður. Einnig mun verksmiðjan framleiða rafhlöður fyrir Powerwall 2, heimilisrafhlöðu Tesla. Fram til þessa hefur Panasonic framleitt rafhlöður fyrir Tesla. Hins vegar er búist við því að hin nýja verksmiðja tryggi að eftirspurn verði annað og að kaupendur Model 3 bíla fái bíla sína í hendurnar á skikkanlegum tíma. Frá þessu greinir TechCrunch. Verksmiðjan, sem kölluð er Gigafactory, var opnuð í fyrra og hefur fram til þessa sett saman vörur á borð við Powerwall auk þess að vinna að undirbúningi fyrir komandi vörur Tesla. Enn sem komið er framleiðir verksmiðjan eingöngu rafhlöður fyrir Powerwall en framleiðsla rafhlaðna í Model 3 hefst á öðrum fjórðungi þessa árs. Það að anna eftirspurn er ekki eina markmið rafbílarisans með þessari breytingu. Fjöldaframleiðsla rafhlaðna á einnig að lækka verð á vörum frá Tesla þar sem hagkvæmara er að framleiða rafhlöðurnar í miklu magni. Þá verði færri mistök við framleiðslu rafhlaðnanna þar sem verksmiðjan er að miklu leyti sjálfvirk. Þrátt fyrir háþróuð framleiðslutæki munu um 6.500 manns starfa við verksmiðjuna þegar hún er fullkláruð og komin á fulla ferð. Tesla tilkynnti á þriðjudag að fyrirtækið hefði framleitt 83.922 bíla á síðasta ári og skilað 76.230 í hendur kaupenda. Áætlað var að skila 80.000 bílum. Ástæðan þess að það tókst ekki var sögð vera vandamál við flutninga og framleiðslu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Risavaxin verksmiðja rafbílaframleiðandans Tesla hóf í gær fjöldaframleiðslu lithium-ion rafhlaðna. Er verksmiðjunni ætlað að útvega öllum bílum hinnar nýju tegundar, Model 3, rafhlöður. Einnig mun verksmiðjan framleiða rafhlöður fyrir Powerwall 2, heimilisrafhlöðu Tesla. Fram til þessa hefur Panasonic framleitt rafhlöður fyrir Tesla. Hins vegar er búist við því að hin nýja verksmiðja tryggi að eftirspurn verði annað og að kaupendur Model 3 bíla fái bíla sína í hendurnar á skikkanlegum tíma. Frá þessu greinir TechCrunch. Verksmiðjan, sem kölluð er Gigafactory, var opnuð í fyrra og hefur fram til þessa sett saman vörur á borð við Powerwall auk þess að vinna að undirbúningi fyrir komandi vörur Tesla. Enn sem komið er framleiðir verksmiðjan eingöngu rafhlöður fyrir Powerwall en framleiðsla rafhlaðna í Model 3 hefst á öðrum fjórðungi þessa árs. Það að anna eftirspurn er ekki eina markmið rafbílarisans með þessari breytingu. Fjöldaframleiðsla rafhlaðna á einnig að lækka verð á vörum frá Tesla þar sem hagkvæmara er að framleiða rafhlöðurnar í miklu magni. Þá verði færri mistök við framleiðslu rafhlaðnanna þar sem verksmiðjan er að miklu leyti sjálfvirk. Þrátt fyrir háþróuð framleiðslutæki munu um 6.500 manns starfa við verksmiðjuna þegar hún er fullkláruð og komin á fulla ferð. Tesla tilkynnti á þriðjudag að fyrirtækið hefði framleitt 83.922 bíla á síðasta ári og skilað 76.230 í hendur kaupenda. Áætlað var að skila 80.000 bílum. Ástæðan þess að það tókst ekki var sögð vera vandamál við flutninga og framleiðslu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira