Til forseta Íslands: Skilgreining á Íslendingum, Íslandi og þínu forsetahlutverki Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. janúar 2017 07:00 Ágæti Guðni. Ég fluttist hingað heim, eftir 27 ára dvöl erlendis, sl. haust. Ég hef því verið að skoða og setja mig inn í mál hér síðustu 3-4 mánuði, en á sama tíma hefur þú verið að byggja upp þinn forsetastíl, sem mér líkar afar vel. Ég segi ekki, að máltækið „Glöggt er gests augað“ eigi við um mig, en ég sé ýmislegt, alla vega til að byrja með – sem aðkomumaður – öðruvísi en heimamenn. Á sama hátt og margt kemur mér hér jákvætt og vel fyrir sjónir, er sumt, sem mér finnst miður fara. Ég á hér einkum við viðhorf þjóðfélagsins til dýra, lífríkisins í kringum okkur og náttúrunnar. Í nýliðnum kosningum talaði enginn stjórnmálaflokkur fyrir þessum málefnum í mín eyru. Ekki einu sinni Vinstri grænir. Fyrir hvað skyldi „grænir“ standa í þeirra flokksheiti? Nú er það svo að menn eru bara lítill hluti af lífverum jarðar, lítill hluti af sköpunarverkinu. Margir virðast samt vera þeirrar skoðunar, að lífið á jörðunni snúist bara um mannfólkið; öll dýr, allar aðrar lífverur, náttúran og sköpunarverkið í heild sinni skipti hér litlu máli. Augljóst er auðvitað, að án heildarsköpunarverksins væri mannfólkið ekki til. Kristindómurinn, með sínum annmörkum, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessari dýrkun mannsins. Kristindómurinn nær bara til mannfólksins, aðrar lífverur eru ekki teknar inn í myndina. Það er mikil fátækt í því. Í þessu er búddismi miklu fullkomnari og ríkari trúarbrögð. Hann nær til alls lífs á jörðu og setur það í rétt samhengi. Í nýársávarpi þínu, sem mér fannst með ágætum, saknaði ég þó þess að þú nefndir dýrin, lífríkið og náttúru Íslands. Þegar þú sagðir „Forseti Íslands á að vera fulltrúi og málsvari allra Íslendinga, allra sem búa á þessu landi“, hefði ég kosið að heyra þig skírskota til hins íslenzka lífríkis í heild sinni svo og til hinnar íslenzku náttúru líka. Væru Íslendingar eitthvað, væri Ísland eitthvað án þessa!? Þú ert nýr og ferskur í þínu háa starfi, og það leynir sér ekki, að þú vilt vel og munt gera vel. Ég bið þig í allri vinsemd að hugleiða, hvort að það væri ekki við hæfi, að forseti Íslands beitti sér fyrir öryggi, lífskjörum og velferð allra lífvera og alls, sem lifir og hrærist, í þessu landi við þetta land og yfir þessu landi. Þú talar réttilega um, að það þurfi að hlúa að sjúkum, fötluðum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífinu. En hverjir eru mest umkomulausir og mestu smælingjarnir, sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér, en eru samt í grundvallaratriðum mörg hver sköpuð eins og við, hafa vitund eins og við og skynja og finna til eins og við, þó að líkamsformið sé annað? Ég bið þig að verða forseti og málsvari þessara smælingja líka! Guð blessi forseta Íslands, Íslendinga og allt lífríki Íslands! Með vinsemd og virðingu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Guðni. Ég fluttist hingað heim, eftir 27 ára dvöl erlendis, sl. haust. Ég hef því verið að skoða og setja mig inn í mál hér síðustu 3-4 mánuði, en á sama tíma hefur þú verið að byggja upp þinn forsetastíl, sem mér líkar afar vel. Ég segi ekki, að máltækið „Glöggt er gests augað“ eigi við um mig, en ég sé ýmislegt, alla vega til að byrja með – sem aðkomumaður – öðruvísi en heimamenn. Á sama hátt og margt kemur mér hér jákvætt og vel fyrir sjónir, er sumt, sem mér finnst miður fara. Ég á hér einkum við viðhorf þjóðfélagsins til dýra, lífríkisins í kringum okkur og náttúrunnar. Í nýliðnum kosningum talaði enginn stjórnmálaflokkur fyrir þessum málefnum í mín eyru. Ekki einu sinni Vinstri grænir. Fyrir hvað skyldi „grænir“ standa í þeirra flokksheiti? Nú er það svo að menn eru bara lítill hluti af lífverum jarðar, lítill hluti af sköpunarverkinu. Margir virðast samt vera þeirrar skoðunar, að lífið á jörðunni snúist bara um mannfólkið; öll dýr, allar aðrar lífverur, náttúran og sköpunarverkið í heild sinni skipti hér litlu máli. Augljóst er auðvitað, að án heildarsköpunarverksins væri mannfólkið ekki til. Kristindómurinn, með sínum annmörkum, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessari dýrkun mannsins. Kristindómurinn nær bara til mannfólksins, aðrar lífverur eru ekki teknar inn í myndina. Það er mikil fátækt í því. Í þessu er búddismi miklu fullkomnari og ríkari trúarbrögð. Hann nær til alls lífs á jörðu og setur það í rétt samhengi. Í nýársávarpi þínu, sem mér fannst með ágætum, saknaði ég þó þess að þú nefndir dýrin, lífríkið og náttúru Íslands. Þegar þú sagðir „Forseti Íslands á að vera fulltrúi og málsvari allra Íslendinga, allra sem búa á þessu landi“, hefði ég kosið að heyra þig skírskota til hins íslenzka lífríkis í heild sinni svo og til hinnar íslenzku náttúru líka. Væru Íslendingar eitthvað, væri Ísland eitthvað án þessa!? Þú ert nýr og ferskur í þínu háa starfi, og það leynir sér ekki, að þú vilt vel og munt gera vel. Ég bið þig í allri vinsemd að hugleiða, hvort að það væri ekki við hæfi, að forseti Íslands beitti sér fyrir öryggi, lífskjörum og velferð allra lífvera og alls, sem lifir og hrærist, í þessu landi við þetta land og yfir þessu landi. Þú talar réttilega um, að það þurfi að hlúa að sjúkum, fötluðum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífinu. En hverjir eru mest umkomulausir og mestu smælingjarnir, sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér, en eru samt í grundvallaratriðum mörg hver sköpuð eins og við, hafa vitund eins og við og skynja og finna til eins og við, þó að líkamsformið sé annað? Ég bið þig að verða forseti og málsvari þessara smælingja líka! Guð blessi forseta Íslands, Íslendinga og allt lífríki Íslands! Með vinsemd og virðingu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar