Sænskur sjónvarpskokkur mun elda grænmeti ofan í Íslendinga Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2017 09:45 Jonas Lundgren hefur meðal annars sérhæft sig í grænmetisréttum. Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine. Food and Fun Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine.
Food and Fun Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira