Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2017 09:00 Fram kom í Fjármálastöðugleika að í febrúar hafði fasteignaverð hækkað um rúmlega 18 prósent á einu ári. vísir/anton brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31