
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Djalilov er sagður hafa komið fyrir sprengju sem sprakk ekki á lestarstöð, áður en hann fór upp í lest. Skömmu seinna sprengdi hann aðra sprengju um borð í lestinni.
Vladmir Garyugin, yfirmaður Neðanjarðarlestarkerfis Pétursborgar, segir snögg viðbrögð starfsmanna sinna hafa bjargað lífum. Lestarstjórinn sjálfur er sagður hafa drýgt hetjudáð með því að stöðva lestina ekki þegar sprengjan sprakk.
Þá segir hann farþega lestarinnar hafa sýnt yfirvegun og hjálpað hvorum öðrum.