Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. maí 2017 08:01 Brad Smith, forseti Microsoft. vísir/getty Brad Smith, forseti Microsoft og yfirmaður lögfræðisviðs Microsoft, birti harðorða yfirlýsingu á vefsíðu Microsoft í gær. Þar staðfestir hann það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. Smith vill að þjóðir heims samþykki stafrænan Genfarsáttmála svo koma megi í veg fyrir slíkar árásir í framtíðinni. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að tölvuþrjótar hefðu stolið mikilvægum gögnum frá NSA, þar á meðal tölvukóða sem í dag er þekktur sem hinn illræmdi vírus WannaCry. Nokkrum vikum áður en gögnunum var stolið uppfærði Microsoft stýrikerfi sín og í kjölfarið voru nýrri útgáfur Windows-stýrikerfisins varðar fyrir árásinni. Eldri útgáfur þess voru hins vegar berskjaldaðar fyrir árás.Áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna heimi Smith segir í yfirlýsingu sinni að WannaCry-tölvuárásin sé dæmi um það hvað geti farið úrskeiðis þegar yfirvöld hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa. Slíkur hugbúnaður, þróaður af bandarísku leyniþjónustunni, hefur þegar birst á WikiLeaks og núna veldur hugbúnaður þjóðaröryggisstofnunarinnar usla á heimsvísu. Árásin sé áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna. Þannig sé þörf á stafrænum Genfarsáttmála, þar sem tæknigeirinn, almenningur og ríkisstjórnir taka höndum saman til að vernda almenning í því stríði sem þjóðríkin heyja í hinum stafræna heimi. Vírusinn hægði á sér nú um helgina en talið er að meira en 200 þúsund tölvur séu sýktar. Þá á að öllum líkindum eftir að koma í ljós eftir því sem líður á daginn og fólk mætir aftur til vinnu um allan heim að fleiri tölvur hafi sýkst.Hundruð þúsunda tölva sýktar í Kína Þannig er greint frá því á vef Guardian að um 29 þúsund kínverskar stofnanir hafi orðið fyrir árásinni og þar með hundruð þúsunda tölva. Þá hafa upplýsingar borist um að 2000 tölvur á 600 mismunandi stöðum í Japan hafi sýkst af vírusnum en án þess þó að það hafi skapað mikil vandræði. Enn sem komið hafa svo engin tilfelli komið upp í Ástralíu í morgun. Vírusinn hagar sér þannig að hann læsir gögnum í tölvum fólks og tölvuþrjótarnir krefjast svo greiðslu fyrir það að opna gögnin aftur. Greining BBC á þremur reikningum sem tengjast tölvuárásinni gefur til kynna að í morgun hafi alls verið greiddir 38 þúsund dollarar til hakkaranna eða sem jafngildir um fjórum milljónum króna.Ekki opna viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi Í Fréttablaðinu í dag segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu, að ekki sé eftirsóknarvert að borga þrjótunum. Greiðsla sé engin trygging fyrir því að fólk fái gögnin sín aftur. Það skiptir mestu máli fyrir alla að afrita gögnin og passa að þau virki. WannaCry-tölvuveiran dreifist með tölvupóstum þar sem reynt er að fá notendur til smella á hlekki, það er því mikilvægt að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi. Jón Kristinn segir að mikilvægt sé að vera með nýjust uppfærslu í tölvum og sömuleiðis uppfærðan hugbúnað enda taka nýjustu uppfærslur oftast á þeim galla sem WannaCry-veiran nýtir sér. Tölvuárásir Tengdar fréttir Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Brad Smith, forseti Microsoft og yfirmaður lögfræðisviðs Microsoft, birti harðorða yfirlýsingu á vefsíðu Microsoft í gær. Þar staðfestir hann það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. Smith vill að þjóðir heims samþykki stafrænan Genfarsáttmála svo koma megi í veg fyrir slíkar árásir í framtíðinni. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að tölvuþrjótar hefðu stolið mikilvægum gögnum frá NSA, þar á meðal tölvukóða sem í dag er þekktur sem hinn illræmdi vírus WannaCry. Nokkrum vikum áður en gögnunum var stolið uppfærði Microsoft stýrikerfi sín og í kjölfarið voru nýrri útgáfur Windows-stýrikerfisins varðar fyrir árásinni. Eldri útgáfur þess voru hins vegar berskjaldaðar fyrir árás.Áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna heimi Smith segir í yfirlýsingu sinni að WannaCry-tölvuárásin sé dæmi um það hvað geti farið úrskeiðis þegar yfirvöld hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa. Slíkur hugbúnaður, þróaður af bandarísku leyniþjónustunni, hefur þegar birst á WikiLeaks og núna veldur hugbúnaður þjóðaröryggisstofnunarinnar usla á heimsvísu. Árásin sé áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna. Þannig sé þörf á stafrænum Genfarsáttmála, þar sem tæknigeirinn, almenningur og ríkisstjórnir taka höndum saman til að vernda almenning í því stríði sem þjóðríkin heyja í hinum stafræna heimi. Vírusinn hægði á sér nú um helgina en talið er að meira en 200 þúsund tölvur séu sýktar. Þá á að öllum líkindum eftir að koma í ljós eftir því sem líður á daginn og fólk mætir aftur til vinnu um allan heim að fleiri tölvur hafi sýkst.Hundruð þúsunda tölva sýktar í Kína Þannig er greint frá því á vef Guardian að um 29 þúsund kínverskar stofnanir hafi orðið fyrir árásinni og þar með hundruð þúsunda tölva. Þá hafa upplýsingar borist um að 2000 tölvur á 600 mismunandi stöðum í Japan hafi sýkst af vírusnum en án þess þó að það hafi skapað mikil vandræði. Enn sem komið hafa svo engin tilfelli komið upp í Ástralíu í morgun. Vírusinn hagar sér þannig að hann læsir gögnum í tölvum fólks og tölvuþrjótarnir krefjast svo greiðslu fyrir það að opna gögnin aftur. Greining BBC á þremur reikningum sem tengjast tölvuárásinni gefur til kynna að í morgun hafi alls verið greiddir 38 þúsund dollarar til hakkaranna eða sem jafngildir um fjórum milljónum króna.Ekki opna viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi Í Fréttablaðinu í dag segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu, að ekki sé eftirsóknarvert að borga þrjótunum. Greiðsla sé engin trygging fyrir því að fólk fái gögnin sín aftur. Það skiptir mestu máli fyrir alla að afrita gögnin og passa að þau virki. WannaCry-tölvuveiran dreifist með tölvupóstum þar sem reynt er að fá notendur til smella á hlekki, það er því mikilvægt að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi. Jón Kristinn segir að mikilvægt sé að vera með nýjust uppfærslu í tölvum og sömuleiðis uppfærðan hugbúnað enda taka nýjustu uppfærslur oftast á þeim galla sem WannaCry-veiran nýtir sér.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00