Keyrt á hóp fólks í London Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2017 01:30 Frá vettvangi atviksins. Vísir/AFP Keyrt var inn í hóp af fólki í London nú í kvöld. Einn hefur verið handtekinn og segja vitni að hann hafi verið hvítur á hörund. Lögreglan segir atvikið vera mjög alvarlegt. Múslimaráð Bretlands segir að ekið hafi verið á biðjendur þegar þeir yfirgáfu mosku eftir bænir í norðausturhluta London. Vitni segja fjölda fólks hafa legið í götunni eftir að bílnum var ekið inn í hóp fólks. Lögreglan segir of snemmt að segja hvort að um hryðjuverk sé að ræða. Myndir af vettvangi gefa í skyn að einhverjir séu mjög alvarlega slasaðir, samkvæmt Sky News. CNN ræddi við íbúa á svæðinu sem segist hafa séð fólk framkvæma endurlífgunartilraunir á fólki sem varð fyrir bílnum. Auk þess sem hefur verið handtekinn segja vitni að tveir aðrir menn hafi verið í bílnum og að þeir hafi hlaupið á brott. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Sá sem var handtekinn mun hafa verið stöðvaður og handsamaður af fólki á götunni eftir atvikið.BREAKING: We have been informed that a van has run over worshippers as they left #FinsburyPark Mosque. Our prayers are with the victims. https://t.co/FSE5m3bFpo— MCB (@MuslimCouncil) June 19, 2017 Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu, en lögreglan í London hefur sent fjölda lögregluþjóna á vettvang. Sjónarvottar segja minnst tíu hafa slasast, en yfirvöld hafa ekki gefið út staðfestar tölur. Þann þriðja júní létu átta lífið og 50 særðust þegar þrír menn keyrðu á fólk á London brúnni og stungu fólk á nærliggjandi veitingastöðum. Þá Keyrði maður á fólk á Westminster brúnni þann 22. mars. Fimm létu lífið. Þar að auki létu 22 lífið þann 22. maí þegar maður sprengdi sig í loft upp á tónleikum í Manchester. Sjá má beina útsendingu Sky News hér að neðan. We have a number of ambulance crews & specialist teams on scene at the incident on #SevenSisters Road #FinsburyPark https://t.co/oL75V7ZUWD pic.twitter.com/4SHEhzx3tr— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) June 19, 2017 Pro-#ISIS Telegram Channels Use Reported Van Attack Outside #Finsbury Mosque to Incite Muslims https://t.co/0VAuvGVd2A— SITE Intel Group (@siteintelgroup) June 19, 2017 Eyewitness tells @jamesrbuk man drove van at pedestrians outside London mosque, then shouted “Kill me, kill me, I want to kill all Muslims” pic.twitter.com/gSgTX05aSQ— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) June 19, 2017 Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Keyrt var inn í hóp af fólki í London nú í kvöld. Einn hefur verið handtekinn og segja vitni að hann hafi verið hvítur á hörund. Lögreglan segir atvikið vera mjög alvarlegt. Múslimaráð Bretlands segir að ekið hafi verið á biðjendur þegar þeir yfirgáfu mosku eftir bænir í norðausturhluta London. Vitni segja fjölda fólks hafa legið í götunni eftir að bílnum var ekið inn í hóp fólks. Lögreglan segir of snemmt að segja hvort að um hryðjuverk sé að ræða. Myndir af vettvangi gefa í skyn að einhverjir séu mjög alvarlega slasaðir, samkvæmt Sky News. CNN ræddi við íbúa á svæðinu sem segist hafa séð fólk framkvæma endurlífgunartilraunir á fólki sem varð fyrir bílnum. Auk þess sem hefur verið handtekinn segja vitni að tveir aðrir menn hafi verið í bílnum og að þeir hafi hlaupið á brott. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Sá sem var handtekinn mun hafa verið stöðvaður og handsamaður af fólki á götunni eftir atvikið.BREAKING: We have been informed that a van has run over worshippers as they left #FinsburyPark Mosque. Our prayers are with the victims. https://t.co/FSE5m3bFpo— MCB (@MuslimCouncil) June 19, 2017 Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu, en lögreglan í London hefur sent fjölda lögregluþjóna á vettvang. Sjónarvottar segja minnst tíu hafa slasast, en yfirvöld hafa ekki gefið út staðfestar tölur. Þann þriðja júní létu átta lífið og 50 særðust þegar þrír menn keyrðu á fólk á London brúnni og stungu fólk á nærliggjandi veitingastöðum. Þá Keyrði maður á fólk á Westminster brúnni þann 22. mars. Fimm létu lífið. Þar að auki létu 22 lífið þann 22. maí þegar maður sprengdi sig í loft upp á tónleikum í Manchester. Sjá má beina útsendingu Sky News hér að neðan. We have a number of ambulance crews & specialist teams on scene at the incident on #SevenSisters Road #FinsburyPark https://t.co/oL75V7ZUWD pic.twitter.com/4SHEhzx3tr— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) June 19, 2017 Pro-#ISIS Telegram Channels Use Reported Van Attack Outside #Finsbury Mosque to Incite Muslims https://t.co/0VAuvGVd2A— SITE Intel Group (@siteintelgroup) June 19, 2017 Eyewitness tells @jamesrbuk man drove van at pedestrians outside London mosque, then shouted “Kill me, kill me, I want to kill all Muslims” pic.twitter.com/gSgTX05aSQ— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) June 19, 2017
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira