Franskir fjölmiðlar segja Kosciusko-Morizet hafa slegið höfuðið í götuna eftir að maðurinn þrýsti kosningabækling hennar í andlitið á henni.
„Það er þér að kenna að við erum með [Sósíalistann Anne] Hidalgo sem borgarstjóra núna,“ á árásarmaðurinn að hafa hrópað samkvæmt Le Figaro.
Hidalgo hafði betur gegn Kosciusko-Morizet í kosningunum 2014. Kosciusko-Morizet berst nú við blaðamanninn Gilles Le Gendre, fulltrúa La Republique en Marche, flokks Emmanuel Macron Frakklandsforseta, um þingsæti í síðari umferð þingkosninganna á sunnudag.
Le Gendre fékk tvöfalt fleiri atkvæði en Kosciusko-Morizet í fyrri umferð kosninganna síðasta sunnudag.
