Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 11:45 Frá íbúafundinum í Stapanum í Reykjanesbæ í gærkvöldi. vísir/ernir Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“ United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“
United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00