Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2017 15:24 Innflytjendur og stuðningsmenn þeirra mótmæltu afnámi DACA fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46
Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44