Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 07:47 Hvíta húsið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi. Vísir/Getty Löndunum sem hið svokallaða ferðabann Bandaríkjanna tekur til hefur verið fjölgað. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt. Í fyrri útgáfu bannsins var fólki frá Íran, Líbíu, Sýrlandi, Sómalíu, og Jemen meinaður aðgangur að Bandaríkjunum nema það hefði „náin tengsl“ við bandaríska ríkisborgara. Samkvæmt tilkynningunni í nótt hefur Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad verið bætt á listann. Bannið er þó breytilegt eftir löndum og verður komið á í skrefum. Þannig er öllum Norður-Kóreubúum bannað að koma til Bandaríkjanna en námsmenn frá Íran er hleypt inn, að undangengnum ítarlegum prófunum.Making America Safe is my number one priority. We will not admit those into our country we cannot safely vet.https://t.co/KJ886okyfC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Hvíta húsið segir að hið nýja bann „sé mikilvægt skref í átt að innflytjendastefnu sem stendur vörð um öryggi Bandaríkjamanna á tímum hættulegra hryðjuverka og alþjóðlegra glæpa.“ Haft er eftir Bandaríkjaforseta í yfirlýsingunni að ekki sé hægt að „endurtaka fyrri mistök“ í málaflokknum sem hafi bakað Bandaríkjunum áður óþekkt vandræði. „Helst skylda mín er að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar og með nýja ferðabanninu er ég að uppfylla þá skuldbindingu,“ segir Donald Trump í tilkynningunni. Fyrra ferðabann hefur verið í gildi undanfarna þrjá mánuði en því var komið á, eftir þref fyrir bandarískum dómstólum, með forsetaúrskurði. Hin svokölluðu nánu tengsl sem útlendingar frá fyrrgreindum bannlöndum þurftu að hafa við Bandaríkjamenn voru ef fólk á foreldra, maka, börn, tengdabörn eða systkini í Bandaríkjunum. Önnur fjölskyldutengsl uppfylla ekki skilyrði ferðabannsins.The US Trump administration places new travel restrictions on eight countries, including North Korea and Venezuela https://t.co/4eNjXAVT8V pic.twitter.com/4pH1lE3P4q— CNN International (@cnni) September 25, 2017 Donald Trump Tjad Tengdar fréttir Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38 Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Sjá meira
Löndunum sem hið svokallaða ferðabann Bandaríkjanna tekur til hefur verið fjölgað. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt. Í fyrri útgáfu bannsins var fólki frá Íran, Líbíu, Sýrlandi, Sómalíu, og Jemen meinaður aðgangur að Bandaríkjunum nema það hefði „náin tengsl“ við bandaríska ríkisborgara. Samkvæmt tilkynningunni í nótt hefur Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad verið bætt á listann. Bannið er þó breytilegt eftir löndum og verður komið á í skrefum. Þannig er öllum Norður-Kóreubúum bannað að koma til Bandaríkjanna en námsmenn frá Íran er hleypt inn, að undangengnum ítarlegum prófunum.Making America Safe is my number one priority. We will not admit those into our country we cannot safely vet.https://t.co/KJ886okyfC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Hvíta húsið segir að hið nýja bann „sé mikilvægt skref í átt að innflytjendastefnu sem stendur vörð um öryggi Bandaríkjamanna á tímum hættulegra hryðjuverka og alþjóðlegra glæpa.“ Haft er eftir Bandaríkjaforseta í yfirlýsingunni að ekki sé hægt að „endurtaka fyrri mistök“ í málaflokknum sem hafi bakað Bandaríkjunum áður óþekkt vandræði. „Helst skylda mín er að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar og með nýja ferðabanninu er ég að uppfylla þá skuldbindingu,“ segir Donald Trump í tilkynningunni. Fyrra ferðabann hefur verið í gildi undanfarna þrjá mánuði en því var komið á, eftir þref fyrir bandarískum dómstólum, með forsetaúrskurði. Hin svokölluðu nánu tengsl sem útlendingar frá fyrrgreindum bannlöndum þurftu að hafa við Bandaríkjamenn voru ef fólk á foreldra, maka, börn, tengdabörn eða systkini í Bandaríkjunum. Önnur fjölskyldutengsl uppfylla ekki skilyrði ferðabannsins.The US Trump administration places new travel restrictions on eight countries, including North Korea and Venezuela https://t.co/4eNjXAVT8V pic.twitter.com/4pH1lE3P4q— CNN International (@cnni) September 25, 2017
Donald Trump Tjad Tengdar fréttir Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38 Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Sjá meira
Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38
Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28