Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. september 2017 07:00 Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna: Það eru 188 mál á þingmálalista ríkisstjórnarinnar , sem væntanlega munu nú lenda í biðstöðu eða detta upp fyrir. Starfsstjórn tekur við. Þó að kosið verði 28. október, veit enginn, hvenær ný starfhæf ríkisstjórn verður mynduð. Verkefni starfsstjórnar er rétt, að halda málum gangandi. Nánast láta reka á reiðanum. Í raun er því verið að spilla heilu ári í jákvæðri viðleitni og uppbyggilegu starfi ríkisstjórnar og alþingismanna. Má reikna það til gífurlegra fjármuna, tuga milljarða króna, eða meira, sem þá tapast. Svipaðar fjárhæðir gufuðu upp á eignamörkuðum sl. föstudag. Töluðu sérfræðingar um, að langt væri síðan að annar eins titringur hefði farið um skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn. „Þetta var eins og blóðbað,“ varð verðbréfamiðlara að orði. Kann þetta þó bara að vera byrjunin. Þessi stjórnarslit kunna líka að veikja krónuna, umfram þá nauðsynlegu leiðréttingu, sem komin var af stað, sem aftur kynni að setja af stað nýja verðbólguskriðu – hærra verðlag og svo hærri vexti – gamlan og velþekktan vítahring krónunnar, en hluti af núverandi festu krónunnar felst í aðhaldssamri fjármálastefnu ásamt hófsamlegri útgáfu ríkisskuldabréfa og – að mestu – jákvæðri stefnu þessarar ríkisstjórnar gagnvart mörkuðum og atvinnulífi. Stjórnarslit Bjartrar framtíðar eru því stórmál og kunna að leiða til alvarlegs bakslags í efnahagsmálum landsmanna. Tilefni Bjartrar framtíðar til stjórnarslitanna var, að forsætisráðherra og/eða dómsmálaráðherra hefðu leynt því, að faðir forsætisráðherra hafði skrifað meðmælabréf fyrir brotamann, sem þó hafði afplánað refsingu sína, til að gera þessum manni kleift, að öðlast „uppreist æru“ og komast aftur inn í íslenskt samfélag. Lítum fyrst á þessa hlið málsins. Það má lengi deila um, hvað sé hæfileg refsing við hinum ýmsu brotum, og virðast refsingar hér vægar, miðað við það sem gerist annars staðar, en refsilöggjöfin byggir á mati Alþingis, sem leitast við að finna „rétta refsingu“ fyrir brotamenn, þeim sjálfum til vítis og varnaðar og öðrum til viðvörunar. Í þessu tiltekna máli var brotið barnaníð, með verstu brotum, og sársauki fórnarlambs og aðstandenda gífurlegur, en, að íslenskum lögum, var refsing líka þung. Skv. grundvallarskilgreiningu laga og siðfræði er brotamaður búinn að gjalda fyrir brot sitt með afplánun dóms. Gerir löggjafinn ráð fyrir, að sá, sem hefur tekið út refsingu sína og hagað lífi sínu rétt og vel eftir það, geti fengið uppreist æru til að komast aftur inn í samfélagið og hefja nýtt líf. Mitt mat er því, að faðir forsætisráðherra hafi ekki gert mistök með meðmælabréfi sínu, hafi hann þekkt brotamann að góðu einu í öðrum efnum, heldur hafi hann sýnt mannlegan skilning og mannúð með umsögn sinni. Annað mál er auðvitað, að forsætisráðherra ber enga ábyrgð á gjörðum föður síns, og þarf hann hvorki að standa Guði né mönnum reikningsskil á þeim. Varðandi yfirhylmingu eða meint trúnaðarbrot, sem virðist vera aðalástæða stjórnarslitanna, verður ekki séð, að slíku sé fyrir að fara. Auk ofangreinds, eru þessi dóms- og refsimál einka- og trúnaðarmál. Ber stjórnvöldum að fara með þau skv. því. Ekki verður heldur séð, að forsætisráðherra beri sérstaklega að tíunda gjörðir ættmenna sinna gagnvart samráðherrum, frekar en að þeir upplýsi um sín fjölskyldumál innan ríkisstjórnar. Formaður Bjartrar framtíðar virðist vænn maður, velviljaður og yfirvegaður. Verður gönuhlaup hans og meðreiðarsveina og -meyja hans í þessu stjórnarslitamáli því ekki skýrt nema með augnabliks hugaræsingi og skammhlaupi í dómgreind. Það virðist sem sagt vera, að engin þúfa geti líka velt stóru hlassi. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna: Það eru 188 mál á þingmálalista ríkisstjórnarinnar , sem væntanlega munu nú lenda í biðstöðu eða detta upp fyrir. Starfsstjórn tekur við. Þó að kosið verði 28. október, veit enginn, hvenær ný starfhæf ríkisstjórn verður mynduð. Verkefni starfsstjórnar er rétt, að halda málum gangandi. Nánast láta reka á reiðanum. Í raun er því verið að spilla heilu ári í jákvæðri viðleitni og uppbyggilegu starfi ríkisstjórnar og alþingismanna. Má reikna það til gífurlegra fjármuna, tuga milljarða króna, eða meira, sem þá tapast. Svipaðar fjárhæðir gufuðu upp á eignamörkuðum sl. föstudag. Töluðu sérfræðingar um, að langt væri síðan að annar eins titringur hefði farið um skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn. „Þetta var eins og blóðbað,“ varð verðbréfamiðlara að orði. Kann þetta þó bara að vera byrjunin. Þessi stjórnarslit kunna líka að veikja krónuna, umfram þá nauðsynlegu leiðréttingu, sem komin var af stað, sem aftur kynni að setja af stað nýja verðbólguskriðu – hærra verðlag og svo hærri vexti – gamlan og velþekktan vítahring krónunnar, en hluti af núverandi festu krónunnar felst í aðhaldssamri fjármálastefnu ásamt hófsamlegri útgáfu ríkisskuldabréfa og – að mestu – jákvæðri stefnu þessarar ríkisstjórnar gagnvart mörkuðum og atvinnulífi. Stjórnarslit Bjartrar framtíðar eru því stórmál og kunna að leiða til alvarlegs bakslags í efnahagsmálum landsmanna. Tilefni Bjartrar framtíðar til stjórnarslitanna var, að forsætisráðherra og/eða dómsmálaráðherra hefðu leynt því, að faðir forsætisráðherra hafði skrifað meðmælabréf fyrir brotamann, sem þó hafði afplánað refsingu sína, til að gera þessum manni kleift, að öðlast „uppreist æru“ og komast aftur inn í íslenskt samfélag. Lítum fyrst á þessa hlið málsins. Það má lengi deila um, hvað sé hæfileg refsing við hinum ýmsu brotum, og virðast refsingar hér vægar, miðað við það sem gerist annars staðar, en refsilöggjöfin byggir á mati Alþingis, sem leitast við að finna „rétta refsingu“ fyrir brotamenn, þeim sjálfum til vítis og varnaðar og öðrum til viðvörunar. Í þessu tiltekna máli var brotið barnaníð, með verstu brotum, og sársauki fórnarlambs og aðstandenda gífurlegur, en, að íslenskum lögum, var refsing líka þung. Skv. grundvallarskilgreiningu laga og siðfræði er brotamaður búinn að gjalda fyrir brot sitt með afplánun dóms. Gerir löggjafinn ráð fyrir, að sá, sem hefur tekið út refsingu sína og hagað lífi sínu rétt og vel eftir það, geti fengið uppreist æru til að komast aftur inn í samfélagið og hefja nýtt líf. Mitt mat er því, að faðir forsætisráðherra hafi ekki gert mistök með meðmælabréfi sínu, hafi hann þekkt brotamann að góðu einu í öðrum efnum, heldur hafi hann sýnt mannlegan skilning og mannúð með umsögn sinni. Annað mál er auðvitað, að forsætisráðherra ber enga ábyrgð á gjörðum föður síns, og þarf hann hvorki að standa Guði né mönnum reikningsskil á þeim. Varðandi yfirhylmingu eða meint trúnaðarbrot, sem virðist vera aðalástæða stjórnarslitanna, verður ekki séð, að slíku sé fyrir að fara. Auk ofangreinds, eru þessi dóms- og refsimál einka- og trúnaðarmál. Ber stjórnvöldum að fara með þau skv. því. Ekki verður heldur séð, að forsætisráðherra beri sérstaklega að tíunda gjörðir ættmenna sinna gagnvart samráðherrum, frekar en að þeir upplýsi um sín fjölskyldumál innan ríkisstjórnar. Formaður Bjartrar framtíðar virðist vænn maður, velviljaður og yfirvegaður. Verður gönuhlaup hans og meðreiðarsveina og -meyja hans í þessu stjórnarslitamáli því ekki skýrt nema með augnabliks hugaræsingi og skammhlaupi í dómgreind. Það virðist sem sagt vera, að engin þúfa geti líka velt stóru hlassi. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar