Lögreglu hafði borist tilkynning um að ráðist hefði verið á ófríska konu og gerandinn hafi ekið ölvaður af vettvangi . Fulltrúi frá lögreglunni á Suðurnesjum sagði í samtali við Vísi í kvöld að aðeins hafi verið um að ræða ágreining í heimahúsi. Konan náði að komast út af heimilinu áður en slagsmálin brutust út og er óhult.
Eftir fyrirspurn fréttastofu tísti lögreglan á Suðurnesjum aftur um málið og sagði að þetta hefði ekki verið alveg eins og tilkynningin hljómaði í upphafi. Segir lögregla að ástæðan fyrir misskilningnum í kringum útkallið hafi tengst ölvun og tungumálaörðugleikum. Var því ekki ráðist á ófríska konu og er hún óhult.
Maðurinn sem var gestur á heimilinu var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Málið er nú í rannsókn.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Varðandi þunguðu konuna þá var þetta nú ekki alveg eins og tilkyninning hljómaði í upphafi. En þarna var ölvun og tungumálaörðugleikar. Þungaða konan náði að fara út áður en slagsmál brutust út á milli tveggja ölvaðra manna og er hún óhult #löggutíst
— Police Sudurnes (@sudurnespolice) December 16, 2017
Ráðist á ófríska konu í Sandgerði og gerandi ók ölvaður af vettvangi #löggutíst
— Police Sudurnes (@sudurnespolice) December 16, 2017