Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Frá kröfugöngu 1. maí. Viðskiptaráð segir úrskurði kjararáðs setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður. vísir/vilhelm Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira