Eru ráðamenn, sem halda krónunni að landsmönnum, að brjóta stjórnarskrána? Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. janúar 2018 07:00 Frá stofnun lýðveldisins hafa ráðamenn beitt krónunni sem gjaldmiðli fyrir landsmenn. Með tímanum kom í ljós, að hagkerfi okkar væri allt of lítið og þar með allt of óstöðugt fyrir traustan og öruggan eigin gjaldmiðil. Krónan mun hafa fallið 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Oft hafa skuldir lántakenda aukizt – líka vegna þeirra okurvaxta, sem ónýtri krónu fylgja– og þannig hafa mikil – stundum gífurleg – verðmæti færst milli manna. Verst var þetta í hruninu 2008, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst, og hafa sumir ekki beðið þess bætur enn. Óforskammaðir bankastjórar halda t.a.m. hundruðum fórnarlamba hrunsins enn í gíslingu á svörtum lista. Í tengslum við hrunið blöskrar mér margt og ofbýður sumt, bæði það, sem gerðist þá, en ekki síður þá afstöðu þeirra ráðamanna, sem halda því fram, að krónan sé eini rétti og bezti gjaldmiðillinn fyrir landsmenn. Bjarni Benediktsson sagði í frétt á RÚV 30. marz sl., að krónan hefði komið okkur út úr hruninu, þó að allir menn, sem málið skoða í alvöru og af fagmennsku hljóti að sjá, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Allar þær smáþjóðir í Evrópu, sem voru í ESB og nutu styrks Evrunnar, komust frá bankakreppunni án verulegra áfalla – með skrámur – meðan margir eða flestir Íslendingar urðu fyrir alvarlegum áföllum, sem kalla verður beinbrot. Nefna má Lúxemborg, Írland, Eistland, Lettland, Litháen, Möltu, Slóveníu og Kýpur, sem dæmi um smærri lönd, sem sluppu frá kreppunni „með skrekkinn“, og náðu sér fljótt á strik aftur, þökk sé ESB, evrunni og Evrópska seðlabankanum. Maðurinn, sem keikur mælti með krónunni á RÚV 30. marz, sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið 19. ágúst 2011: „Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt…“ Fórnarkostnaður; hverju var verið að fórna, fyrir hvern og á kostnað hvers!? – Ekki er minni allra langt. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, mætti skilja krónusinna, en svo er ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, evrunni, um árabil. Alls gengu 12 evrópsk ríki t.a.m. í ESB á árunum 2004 til 2007. Er ekki ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sé aðild að ESB á þessu tímaskeiði, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem áttar sig á bráðri krónu hættunni, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Sýndi sú ríkisstjórn með þessu skynsemi, framsýni og ábyrgð gagnvart landsmönnum. Formlegar samningaumleitanir hófust 2011. Því miður náðu svo þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur völdum í kosningunum 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Var lítill bjarmi skilnings eða vizku yfir því. Þessir 2 menn, ásamt með Bjarna Benediktssyni, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti og leitt ómælt böl yfir landsmenn nokkrum árum áður, og voru ekki einu sinni til í að láta reyna á samninga. Ég spyr mig nú; hvar var dómgreind, framtíðarsýn og skilningur þessara manna á hagsmunum Íslendinga og þeirri alþjóðavæðingu, sem löngu var byrjuð og ekki verður stöðvuð, þar sem menn þurfa að skipa sér í fylkingu með sínum nánustu, og, hvar var ábyrgðin gagnvart landsmönnum? Það liggur fyrir, að gífurlegar eignatilfærslur hafa átt sér stað í þessu landi, langt umfram það sem gerist í öðrum siðmenntuðum löndum, á sama hátt og það liggur fyrir, að krónan er höfuðorsök þessara tilfærslna. Eru gjörðir þessara manna og annarra þeirra, sem halda krónunni með öllum ráðum að landsmönnum þá í samræmi við Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands? 72. gr. hljóðar svona: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Hafa ráðamenn brotið Stjórnarskrána í stórum stíl og jafnvel með saknæmum hætti? Hvað með drengskaparheiti þingmanna gagnvart Stjórnarskránni, og hvað með gr. 14 um ábyrgð ráðherra; „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“!? Dæmi nú hver fyrir sig. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frá stofnun lýðveldisins hafa ráðamenn beitt krónunni sem gjaldmiðli fyrir landsmenn. Með tímanum kom í ljós, að hagkerfi okkar væri allt of lítið og þar með allt of óstöðugt fyrir traustan og öruggan eigin gjaldmiðil. Krónan mun hafa fallið 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Oft hafa skuldir lántakenda aukizt – líka vegna þeirra okurvaxta, sem ónýtri krónu fylgja– og þannig hafa mikil – stundum gífurleg – verðmæti færst milli manna. Verst var þetta í hruninu 2008, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst, og hafa sumir ekki beðið þess bætur enn. Óforskammaðir bankastjórar halda t.a.m. hundruðum fórnarlamba hrunsins enn í gíslingu á svörtum lista. Í tengslum við hrunið blöskrar mér margt og ofbýður sumt, bæði það, sem gerðist þá, en ekki síður þá afstöðu þeirra ráðamanna, sem halda því fram, að krónan sé eini rétti og bezti gjaldmiðillinn fyrir landsmenn. Bjarni Benediktsson sagði í frétt á RÚV 30. marz sl., að krónan hefði komið okkur út úr hruninu, þó að allir menn, sem málið skoða í alvöru og af fagmennsku hljóti að sjá, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Allar þær smáþjóðir í Evrópu, sem voru í ESB og nutu styrks Evrunnar, komust frá bankakreppunni án verulegra áfalla – með skrámur – meðan margir eða flestir Íslendingar urðu fyrir alvarlegum áföllum, sem kalla verður beinbrot. Nefna má Lúxemborg, Írland, Eistland, Lettland, Litháen, Möltu, Slóveníu og Kýpur, sem dæmi um smærri lönd, sem sluppu frá kreppunni „með skrekkinn“, og náðu sér fljótt á strik aftur, þökk sé ESB, evrunni og Evrópska seðlabankanum. Maðurinn, sem keikur mælti með krónunni á RÚV 30. marz, sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið 19. ágúst 2011: „Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt…“ Fórnarkostnaður; hverju var verið að fórna, fyrir hvern og á kostnað hvers!? – Ekki er minni allra langt. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, mætti skilja krónusinna, en svo er ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, evrunni, um árabil. Alls gengu 12 evrópsk ríki t.a.m. í ESB á árunum 2004 til 2007. Er ekki ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sé aðild að ESB á þessu tímaskeiði, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem áttar sig á bráðri krónu hættunni, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Sýndi sú ríkisstjórn með þessu skynsemi, framsýni og ábyrgð gagnvart landsmönnum. Formlegar samningaumleitanir hófust 2011. Því miður náðu svo þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur völdum í kosningunum 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Var lítill bjarmi skilnings eða vizku yfir því. Þessir 2 menn, ásamt með Bjarna Benediktssyni, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti og leitt ómælt böl yfir landsmenn nokkrum árum áður, og voru ekki einu sinni til í að láta reyna á samninga. Ég spyr mig nú; hvar var dómgreind, framtíðarsýn og skilningur þessara manna á hagsmunum Íslendinga og þeirri alþjóðavæðingu, sem löngu var byrjuð og ekki verður stöðvuð, þar sem menn þurfa að skipa sér í fylkingu með sínum nánustu, og, hvar var ábyrgðin gagnvart landsmönnum? Það liggur fyrir, að gífurlegar eignatilfærslur hafa átt sér stað í þessu landi, langt umfram það sem gerist í öðrum siðmenntuðum löndum, á sama hátt og það liggur fyrir, að krónan er höfuðorsök þessara tilfærslna. Eru gjörðir þessara manna og annarra þeirra, sem halda krónunni með öllum ráðum að landsmönnum þá í samræmi við Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands? 72. gr. hljóðar svona: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Hafa ráðamenn brotið Stjórnarskrána í stórum stíl og jafnvel með saknæmum hætti? Hvað með drengskaparheiti þingmanna gagnvart Stjórnarskránni, og hvað með gr. 14 um ábyrgð ráðherra; „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“!? Dæmi nú hver fyrir sig. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun