Mætti með belginn fullan af bjór og frönskum en lokaði markinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 10:00 Arpad Sterbik er stórkostlegur markvörður og það sýndi hann í Króatíu. vísir/getty Spænski markvörðurinn Arpad Sterbik fór á kostum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar að Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik EM 2018 í Króatíu. Sterbik lokaði markinu og lagði grunninn að sigri þeirra spænsku. Sterbik, sem fór einnig hamförum á HM 2013 þegar að Spánn varð heimsmeistari á heimavelli, var hættur í markinu hjá spænska landsliðinu en gaf leyfi fyrir því að vera á 28 manna listanum þannig að hægt væri að kalla á hann ef eitthvað kæmi upp á. Svo fór að aðalmarkvörður spænska liðsins, Gonzalo Pérez de Vargas, meiddist og voru þá góð ráð dýr fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frakklandi. Sterbik mætti til leiks og kom inn á bara til að reyna að vera vítaköst franska liðsins. Hann varði þrjú af fjórum er Spánn komst alla leið í úrslit. Sterbik spilaði svo allan seinni hálfleikinn í gær og lokaði rammanum en hann var útnefndur maður leiksins í leikslok. Ekki amaleg uppskera að fá þann titil og eina gullmedalíu fyrir að spila minna en heilan leik í heildina á öllu mótinu. En hvernig lagði þessi magnaði markvörður grunninn að því að vera svona tilbúinn í slaginn? „Ég var bara að slappa af heima. Ég var að drekka bjór og éta franskar áður en ég fékk boð um að mæta til Króatíu,“ sagði Arpad Sterbik hreinskilinn eftir sigurinn í gær. Geggjaða vörslu frá því í gærkvöldi og vítin þrjú sem Sterbik varði á móti Frakklandi má sjá hér að neðan. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30 Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03 Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43 Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Spænski markvörðurinn Arpad Sterbik fór á kostum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar að Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik EM 2018 í Króatíu. Sterbik lokaði markinu og lagði grunninn að sigri þeirra spænsku. Sterbik, sem fór einnig hamförum á HM 2013 þegar að Spánn varð heimsmeistari á heimavelli, var hættur í markinu hjá spænska landsliðinu en gaf leyfi fyrir því að vera á 28 manna listanum þannig að hægt væri að kalla á hann ef eitthvað kæmi upp á. Svo fór að aðalmarkvörður spænska liðsins, Gonzalo Pérez de Vargas, meiddist og voru þá góð ráð dýr fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frakklandi. Sterbik mætti til leiks og kom inn á bara til að reyna að vera vítaköst franska liðsins. Hann varði þrjú af fjórum er Spánn komst alla leið í úrslit. Sterbik spilaði svo allan seinni hálfleikinn í gær og lokaði rammanum en hann var útnefndur maður leiksins í leikslok. Ekki amaleg uppskera að fá þann titil og eina gullmedalíu fyrir að spila minna en heilan leik í heildina á öllu mótinu. En hvernig lagði þessi magnaði markvörður grunninn að því að vera svona tilbúinn í slaginn? „Ég var bara að slappa af heima. Ég var að drekka bjór og éta franskar áður en ég fékk boð um að mæta til Króatíu,“ sagði Arpad Sterbik hreinskilinn eftir sigurinn í gær. Geggjaða vörslu frá því í gærkvöldi og vítin þrjú sem Sterbik varði á móti Frakklandi má sjá hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30 Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03 Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43 Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30
Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03
Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43
Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00