Launahækkanirnar rúmast innan SALEK Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fyrri kjör höfðu verið ákveðin af gerðardómi í ágúst 2015. Ríkisstjórnarslit töfðu það að samningar næðust nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira