Fjármálaráðherra segir ASÍ og SA ekki geta varpað ábyrgð samninga í fang ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 18:30 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson. Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira