Segir taugaeitrið mögulega á ábyrgð breskrar rannsóknarstofu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 07:55 Vladimir Chizhov, sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu. Vísir/AFP Sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu segir að taugaeitrið, sem notað var við árás á rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans fyrr í mánuðinum, gæti verið upprunnið á breskri rannsóknarstofu. Sendiherrann, Vladimir Chizhov, hélt því enn fremur fram í viðtali við breska ríkisútvarpið að aðkoma Rússa að árásinni væri engin. Þá sagði hann Rússa ekki eiga birgðir af eitrinu og að Porton Down-rannsóknarstofan, þar sem eitrið gæti átt uppruna sinn, væri staðsett í einungis 12 kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum. Aðspurður sagði Chizhov þó ekki hafa nein haldbær sönnunargögn fyrir því að eitrið ætti rætur sínar að rekja til Porton Down. Rannsóknarstofan er rekin af bresku ríkisstjórninni og sinnir háleynilegum verkefnum.Sjá einnig: Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Breska ríkisstjórnin sagði ummæli Chizhov „þvætting“ og að í þeim væri ekki „arða af sannindum.“ Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands og liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Rússar lýstu því yfir í gær að þeir hyggist vísa 23 breskum erindrekum úr landi. Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeitursárásarinnar. Eru Rússar taldir standa að baki árásinni á Skripal-feðginin. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu segir að taugaeitrið, sem notað var við árás á rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans fyrr í mánuðinum, gæti verið upprunnið á breskri rannsóknarstofu. Sendiherrann, Vladimir Chizhov, hélt því enn fremur fram í viðtali við breska ríkisútvarpið að aðkoma Rússa að árásinni væri engin. Þá sagði hann Rússa ekki eiga birgðir af eitrinu og að Porton Down-rannsóknarstofan, þar sem eitrið gæti átt uppruna sinn, væri staðsett í einungis 12 kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum. Aðspurður sagði Chizhov þó ekki hafa nein haldbær sönnunargögn fyrir því að eitrið ætti rætur sínar að rekja til Porton Down. Rannsóknarstofan er rekin af bresku ríkisstjórninni og sinnir háleynilegum verkefnum.Sjá einnig: Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Breska ríkisstjórnin sagði ummæli Chizhov „þvætting“ og að í þeim væri ekki „arða af sannindum.“ Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands og liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Rússar lýstu því yfir í gær að þeir hyggist vísa 23 breskum erindrekum úr landi. Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeitursárásarinnar. Eru Rússar taldir standa að baki árásinni á Skripal-feðginin.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45