Í fyrsta þættinum dönsuðu þau Rhumba og fór Óskar fljótlega í kunnuglegan karakter þegar áhorfendur Stöðvar 2 sáu Skara Skrípó á sviðinu.
Í þáttunum keppa tíu þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir eru paraðir saman við tíu fagdansara og eitt par stendur uppi sem sigurvegari.
Kynnar í þáttunum eru Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Dómarar eru Selma Björnsdóttir, Karen Reeve og Jóhann Gunnar Arnarsson. Hér að neðan má sjá dansinn frá Óskari og Telmu frá því á sunnudaginn.