Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 20:00 Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.
Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30
„Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent