Braut gegn siðareglum lögmanna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. mars 2018 06:00 Málið á rætur að rekja til deilna Glitnis og Brims um afleiðusamninga. Vísir/HEiða Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögmaður eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo hafi með bréfaskriftum sínum til fyrrverandi starfsmanns sjávarútvegsfyrirtækisins Brims vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna. Var lögmanninum, Ólafi Eiríkssyni, einum eigenda lögmannsstofunnar Logos, veitt áminning fyrir brot sín. Starfsmaðurinn fyrrverandi er vitni í dómsmáli sem Glitnir hefur höfðað á hendur Brimi. Málið á rætur að rekja til deilna á milli slitastjórnar Glitnis, síðar Glitnis HoldCo, og Brims vegna á fjórða tug afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, skömmu fyrir fall bankakerfisins. Í málinu gerir Glitnir kröfu um greiðslu á tæpum tveimur milljörðum króna ásamt dráttarvöxtum. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að lögmaður Glitnis hafi sent starfsmanninum tölvupóst síðla árs 2016. Ólafur Eiriksson, lögmaður Glitnis HoldCoÞar hafi verið fullyrt að starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við Glitni banka haustið 2008 og gert við bankann afleiðusamninga fyrir hönd Brims. Jafnframt er staðhæft í póstinum að því sé haldið fram af hálfu Brims í áðurnefndu dómsmáli að starfsmaðurinn hafi ekki haft umboð til að gera umrædda samninga og hafi hann því gert þá í óþökk félagsins. Í lok tölvupóstsins tekur lögmaðurinn fram að séu samningar gerðir fyrir hönd annars aðila án umboðs geti sá sem þá gerir orðið persónulega ábyrgur fyrir þeim. Úrskurðarnefndin taldi að orðalag lögmannsins í póstinum hafi ekki verið í samræmi við staðreyndir málsins og þannig verið til þess fallið að blekkja starfsmanninn fyrrverandi. Væri ekki hægt að útiloka að efni póstsins hafi verið til þess fallið að vekja ótta og jafnvel óhug hjá starfsmanninum, sérstaklega þegar hafðir væru í huga þeir miklu fjárhagslegu hagsmunir sem um var deilt og möguleg persónuleg ábyrgð kæranda. Taldi nefndin því að hegðun lögmannsins hefði gengið gegn inntaki ákvæðis siðareglna lögmanna þar sem kveðið er á um að lögmaður skuli svo til allra mála leggja sem hann veit sannast eftir lögum og samvisku sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögmaður eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo hafi með bréfaskriftum sínum til fyrrverandi starfsmanns sjávarútvegsfyrirtækisins Brims vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna. Var lögmanninum, Ólafi Eiríkssyni, einum eigenda lögmannsstofunnar Logos, veitt áminning fyrir brot sín. Starfsmaðurinn fyrrverandi er vitni í dómsmáli sem Glitnir hefur höfðað á hendur Brimi. Málið á rætur að rekja til deilna á milli slitastjórnar Glitnis, síðar Glitnis HoldCo, og Brims vegna á fjórða tug afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, skömmu fyrir fall bankakerfisins. Í málinu gerir Glitnir kröfu um greiðslu á tæpum tveimur milljörðum króna ásamt dráttarvöxtum. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að lögmaður Glitnis hafi sent starfsmanninum tölvupóst síðla árs 2016. Ólafur Eiriksson, lögmaður Glitnis HoldCoÞar hafi verið fullyrt að starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við Glitni banka haustið 2008 og gert við bankann afleiðusamninga fyrir hönd Brims. Jafnframt er staðhæft í póstinum að því sé haldið fram af hálfu Brims í áðurnefndu dómsmáli að starfsmaðurinn hafi ekki haft umboð til að gera umrædda samninga og hafi hann því gert þá í óþökk félagsins. Í lok tölvupóstsins tekur lögmaðurinn fram að séu samningar gerðir fyrir hönd annars aðila án umboðs geti sá sem þá gerir orðið persónulega ábyrgur fyrir þeim. Úrskurðarnefndin taldi að orðalag lögmannsins í póstinum hafi ekki verið í samræmi við staðreyndir málsins og þannig verið til þess fallið að blekkja starfsmanninn fyrrverandi. Væri ekki hægt að útiloka að efni póstsins hafi verið til þess fallið að vekja ótta og jafnvel óhug hjá starfsmanninum, sérstaklega þegar hafðir væru í huga þeir miklu fjárhagslegu hagsmunir sem um var deilt og möguleg persónuleg ábyrgð kæranda. Taldi nefndin því að hegðun lögmannsins hefði gengið gegn inntaki ákvæðis siðareglna lögmanna þar sem kveðið er á um að lögmaður skuli svo til allra mála leggja sem hann veit sannast eftir lögum og samvisku sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira