Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og einn starfsmanna landsliðsins, greindi frá því á Instagram síðu sinni í kvöld að Messi hafi beðið Birki Bjarnason um treyjuna hans eftir leikinn í gær.
Birkir greip að sjálfsögðu gæsina og bað Messi um hans treyju í staðinn.
Birkir og aðrir miðju og varnarmenn Íslands sáu til þess að Messi komst hvorki lönd né strönd í leiknum og var sá argentínski greinilega hrifinn af Akureyringnum.