Fyrrverandi borgarstjóri kjörinn forseti Mexíkó Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 05:07 Obrador veifar hér til kátra stuðningsmanna sinna í nótt. Vísir/afp Útgönguspár í Mexíkó gefa til kynna að vinstrimaðurinn Andrés Manuel López Obrador hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Kannanir höfðu gefið til kynna að Obrador, sem eitt sinn var borgarstjóri Mexíkóborgar, hafi hlotið rúmlega helming atkvæða. Helstu keppninautar hans í kjörinu hafa lýst yfir ósigri og sent Obrador hamingjuóskir. Þeirra á meðal er leiðtogi Byltingarflokksins, en flokkurinn hefur nær alfarið haldið um stjórnartaumana í Mexíkó síðastliðna öld. Þá sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti Obrador heillaóskir á Twitter í gærkvöld. Hann segist hlakka til að vinna með sigurvegaranum enda sé mikið verk að vinna í samskiptum ríkjanna.Congratulations to Andres Manuel Lopez Obrador on becoming the next President of Mexico. I look very much forward to working with him. There is much to be done that will benefit both the United States and Mexico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2018 Obrador, sem yfirleitt er kallaður Amlo, varð annar í forsetakosningunum 2006 og 2012. Í skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar í gær hafði hann hins vegar nokkuð öruggt forskot. Stjórnarskrá landsins heimilar forsetum aðeins að sitja eitt, sex ára langt kjörtímabil og var því sitjandi forseti, Enrique Piena Nieto, ekki í framboði. Það var ekki aðeins kosið um forsetastólinn heldur fóru kosningar til efri og neðri deildar þingsins fram samtímis sem og kosningar til borgar- og sveitarstjórna. 88 milljón manns voru á kjörskrá og um 18 þúsund sæti í boði. Frá því að kosningabaráttan hófst í september hafa 130 frambjóðendur og starfsmenn framboða verið myrtir. Spilling í landinu er mikil og svifust margir einskis í baráttunni til að tryggja að sinn frambjóðandi stæði uppi sem sigurvegari. Mexíkó Tengdar fréttir Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Útgönguspár í Mexíkó gefa til kynna að vinstrimaðurinn Andrés Manuel López Obrador hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Kannanir höfðu gefið til kynna að Obrador, sem eitt sinn var borgarstjóri Mexíkóborgar, hafi hlotið rúmlega helming atkvæða. Helstu keppninautar hans í kjörinu hafa lýst yfir ósigri og sent Obrador hamingjuóskir. Þeirra á meðal er leiðtogi Byltingarflokksins, en flokkurinn hefur nær alfarið haldið um stjórnartaumana í Mexíkó síðastliðna öld. Þá sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti Obrador heillaóskir á Twitter í gærkvöld. Hann segist hlakka til að vinna með sigurvegaranum enda sé mikið verk að vinna í samskiptum ríkjanna.Congratulations to Andres Manuel Lopez Obrador on becoming the next President of Mexico. I look very much forward to working with him. There is much to be done that will benefit both the United States and Mexico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2018 Obrador, sem yfirleitt er kallaður Amlo, varð annar í forsetakosningunum 2006 og 2012. Í skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar í gær hafði hann hins vegar nokkuð öruggt forskot. Stjórnarskrá landsins heimilar forsetum aðeins að sitja eitt, sex ára langt kjörtímabil og var því sitjandi forseti, Enrique Piena Nieto, ekki í framboði. Það var ekki aðeins kosið um forsetastólinn heldur fóru kosningar til efri og neðri deildar þingsins fram samtímis sem og kosningar til borgar- og sveitarstjórna. 88 milljón manns voru á kjörskrá og um 18 þúsund sæti í boði. Frá því að kosningabaráttan hófst í september hafa 130 frambjóðendur og starfsmenn framboða verið myrtir. Spilling í landinu er mikil og svifust margir einskis í baráttunni til að tryggja að sinn frambjóðandi stæði uppi sem sigurvegari.
Mexíkó Tengdar fréttir Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28