Neyðarástandi lýst yfir í Flórída vegna „Rauða flóðsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 09:04 Fiskar og önnur dýr hafa drepist í massavís og rekið á land með tilheyrandi lykt. Vísir/AP „Rauða flóðið“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Um er að ræða þörung sem drepið hefur fiska og önnur dýr í massavís og valdið hafa öndunarörðugleikum á landi. Lyktin af dauðum fiskum hefur rekið ferðamenn á brott. Skjaldbökur, sækýr og stærðarinnar hákarl hafa rekið dauðar á land vegna þörungsins sem ber nafnið Karenia brevis.Þörungurinn getur einnig borist í andrúmsloftið og hafa fjölmargir eldri borgarar í Flórída kvartað undan öndunarörðugleikum. Um helmingsfjölgun hefur orðið í heimsóknum á sjúkrahús á svæðinu, samkvæmt Washington Post.Rick Scott, ríkisstjórinn, hefur lofað 1,5 milljónum dala í neyðarsjóð vegna ástandsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö sýslum Flórída. „Það er enginn fiskur eftir. Rauða flóðið hefur drepið þá alla,“ segir vísindamaðurinn Rick Bartleson við WP. Hann segir að sýni úr sjónum við Flórída sýni banvænt magn af þörungnum. Þörungurinn finnst víða í náttúrunni en undanfarna mánuði hefur styrkur hans í sjónum við Flórída aukist verulega. Einn íbúi sem rætt var við segist ekki einu sinni geta hleypt köttum sínum út úr húsi vegna mengunar frá þörungnum. Íbúa svíði í augun og hálsana. Vísindamenn reyna nú að átta sig á því af hverju þetta ástand hefur myndast. Rauða flóðið hefur verið vel skrásett allt frá 1840 og spænskir landkönnuðir töluðu um það á sextándu öldinni. Hins vegar hefur umfang mengunarinnar verið að aukast á undanförnum áratugum. Ekki er útilokað að hnattræn hlýnun spili þar inni. Þá hafa rannsakendur leitað leiða til að drepa þörunginn en rannsóknir ganga hægt þar sem ekki er vitað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á lífríkið. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
„Rauða flóðið“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Um er að ræða þörung sem drepið hefur fiska og önnur dýr í massavís og valdið hafa öndunarörðugleikum á landi. Lyktin af dauðum fiskum hefur rekið ferðamenn á brott. Skjaldbökur, sækýr og stærðarinnar hákarl hafa rekið dauðar á land vegna þörungsins sem ber nafnið Karenia brevis.Þörungurinn getur einnig borist í andrúmsloftið og hafa fjölmargir eldri borgarar í Flórída kvartað undan öndunarörðugleikum. Um helmingsfjölgun hefur orðið í heimsóknum á sjúkrahús á svæðinu, samkvæmt Washington Post.Rick Scott, ríkisstjórinn, hefur lofað 1,5 milljónum dala í neyðarsjóð vegna ástandsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö sýslum Flórída. „Það er enginn fiskur eftir. Rauða flóðið hefur drepið þá alla,“ segir vísindamaðurinn Rick Bartleson við WP. Hann segir að sýni úr sjónum við Flórída sýni banvænt magn af þörungnum. Þörungurinn finnst víða í náttúrunni en undanfarna mánuði hefur styrkur hans í sjónum við Flórída aukist verulega. Einn íbúi sem rætt var við segist ekki einu sinni geta hleypt köttum sínum út úr húsi vegna mengunar frá þörungnum. Íbúa svíði í augun og hálsana. Vísindamenn reyna nú að átta sig á því af hverju þetta ástand hefur myndast. Rauða flóðið hefur verið vel skrásett allt frá 1840 og spænskir landkönnuðir töluðu um það á sextándu öldinni. Hins vegar hefur umfang mengunarinnar verið að aukast á undanförnum áratugum. Ekki er útilokað að hnattræn hlýnun spili þar inni. Þá hafa rannsakendur leitað leiða til að drepa þörunginn en rannsóknir ganga hægt þar sem ekki er vitað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á lífríkið.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira