Maðurinn, sem raunverulega heitir Doug, starfaði sem öryggisvörður á sjúkrahúsi í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann hefur nú misst starf sitt vegna þess að hann braut reglur um símanotkun í vinnunni, auk þess sem hann birti á netinu myndband af sjálfum sér með merkjum fyrirtækisins sem hann starfaði hjá, þvert gegn vinnureglum sem honum voru settar.
Flart virtist ekki hafa látið uppsögnina á sig fá, en hann streymdi því beint á Instagram-síðu sinni þegar honum var sagt upp störfum. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Í samtali við Vice sagðist Flart hafa tekið uppsögninni vel þar sem hann væri þegar farinn að íhuga næstu skref, en þau snúa að því að skapa sér enn stærra nafn á samfélagsmiðlum, allt í krafti vindgangsins sem byrjaði ævintýri Flarts.