Styrking löggæslunnar Sigríður Á. Andersen skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Lögreglan er ein af grunnstoðum réttarríkisins og gætir öryggis þeirra sem hér búa og sækja landið heim. Hún kemur fólki til aðstoðar á þeirra erfiðustu tímum og tryggir að lögum sé framfylgt. Starf hennar er mikilvægt í þágu okkar allra og það hefur verið áhersla mín frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra í janúar 2017 að efla löggæsluna; fjölga lögreglumönnum og öðrum sérfræðingum hjá embættunum, standa betur að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, bæta aðbúnað lögreglunnar, styrkja landamæragæslu og tryggja almannaöryggi. Framlög til löggæslumála voru aukin um milljarð króna á þessu ári og 2019 verða framlögin aukin um rúman milljarð króna til viðbótar. Á þessu ári hafa embættin getað fjölgað í lögregluliðum sínum, einkum með tilliti til bættrar meðferðar kynferðisbrota og vegna fjölgunar ferðamanna. Þá eru ótaldar auknar fjárheimildir til annarra þátta sem lúta að öryggi almennings og sem einskorðast ekki við löggæslu. Ég hef einnig leitað til lögregluembættanna um land allt til að vinna með okkur í dómsmálaráðuneytinu að því að greina hvernig fjárframlögum ríkisins til löggæslu er best varið á næstu árum með tilliti til álags. Þessi vinna er grundvöllur að löggæsluáætlun sem verið er að leggja lokahönd á og tekið hefur breytingum eftir ábendingar og sjónarmið lögreglunnar. Fjárlögin sem kynnt verða við upphaf þings í september munu taka mið af þessari vinnu. Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Sigríður Á. Andersen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Lögreglan er ein af grunnstoðum réttarríkisins og gætir öryggis þeirra sem hér búa og sækja landið heim. Hún kemur fólki til aðstoðar á þeirra erfiðustu tímum og tryggir að lögum sé framfylgt. Starf hennar er mikilvægt í þágu okkar allra og það hefur verið áhersla mín frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra í janúar 2017 að efla löggæsluna; fjölga lögreglumönnum og öðrum sérfræðingum hjá embættunum, standa betur að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, bæta aðbúnað lögreglunnar, styrkja landamæragæslu og tryggja almannaöryggi. Framlög til löggæslumála voru aukin um milljarð króna á þessu ári og 2019 verða framlögin aukin um rúman milljarð króna til viðbótar. Á þessu ári hafa embættin getað fjölgað í lögregluliðum sínum, einkum með tilliti til bættrar meðferðar kynferðisbrota og vegna fjölgunar ferðamanna. Þá eru ótaldar auknar fjárheimildir til annarra þátta sem lúta að öryggi almennings og sem einskorðast ekki við löggæslu. Ég hef einnig leitað til lögregluembættanna um land allt til að vinna með okkur í dómsmálaráðuneytinu að því að greina hvernig fjárframlögum ríkisins til löggæslu er best varið á næstu árum með tilliti til álags. Þessi vinna er grundvöllur að löggæsluáætlun sem verið er að leggja lokahönd á og tekið hefur breytingum eftir ábendingar og sjónarmið lögreglunnar. Fjárlögin sem kynnt verða við upphaf þings í september munu taka mið af þessari vinnu. Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar