Tvíburasystir Noru Mörk sagði henni frá myndunum: Ég skammaðist mín svo mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 12:30 Nora Mörk. Vísir/Getty Þetta var mjög erfitt ár fyrir norsku handboltakonuna Noru Mörk en nú er ár síðan að hún áttaði sig á því að einhver hafði brotist inn í símann hennar. Sá hinn sami komst yfir mjög persónulegar og viðkvæmar myndir sem fóru í framhaldinu á flug út um allt internetið. Nora Mörk mætti til sjónvarpskonunnar Anne Lindmo á NRK og ræddi þetta skelfilega ár sitt. Það var ekki nóg með að hún þurfti að glíma við þessa myndamartröð þá sleit hún einnig krossband í febrúar. „Ég skammaðist mín svo mikið. Að þurfa að fara með símann til pabba og segja hvað hafði gerst. Það tók mig nokkrar vikur að þora því. Þá höfðu foreldrarnir örugglega áttað sig á því að eitthvað var að því mér leið svo illa. Þau vissu orðið að eitthvað var að en gátu þó aldrei giskað að það væri svona stórt,“ sagði Nora Mörk í sjónvarpsviðtalinu. Nora Mörk.Vísir/GettyNora Mörk á tvíburasystur sem heitir Thea og er líka í handbolta. Thea er þó ekki eins öflugur leikmaður og systir síns. Það var hins vegar Thea sem sagði systur sinni fyrst frá myndunum. „Landsliðið var komið saman í Þrándheimi og hún hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ein. Síðan bað hún mig um að setjast niður,“ lýsir Nora og heldur svo áfram. „Hún sagði mér síðan frá þessu. Ég man eftir því að ég sat á rúminu og púlsinn fór frá núll upp í tvö hundrað. Ég byrjaði að skjálfa. Hjartað mitt datt í gólfið. Ég hugsaði: Er þetta ég? Hvernig getur þetta verið satt?,“ sagði Nora. Nora Mörk ákvað síðan að koma úr felum og tala um þetta opinberlega og úr varð mikið fjölmiðlamál. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir að búa með því til mjög sterka fyrirmynd fyrir stelpur sem hafa lent í sömu stöðu og hún. „Ég hef líklega breyst svolítið á þessu eina ári og er orðin lokaðari og óöruggari. Ég hef átt í vandræðum með að sætta mig við þetta og verða ég sjálf aftur. Ég er ekki neikvæð en svo verður líf svona neikvætt,“ sagði Nora. Nora Mörk er að koma til baka inn á handboltavöllinn og er staðráðin að vinna sér sæti í EM-hópi Þóris Hergeirssonar. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. Handbolti MeToo Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Þetta var mjög erfitt ár fyrir norsku handboltakonuna Noru Mörk en nú er ár síðan að hún áttaði sig á því að einhver hafði brotist inn í símann hennar. Sá hinn sami komst yfir mjög persónulegar og viðkvæmar myndir sem fóru í framhaldinu á flug út um allt internetið. Nora Mörk mætti til sjónvarpskonunnar Anne Lindmo á NRK og ræddi þetta skelfilega ár sitt. Það var ekki nóg með að hún þurfti að glíma við þessa myndamartröð þá sleit hún einnig krossband í febrúar. „Ég skammaðist mín svo mikið. Að þurfa að fara með símann til pabba og segja hvað hafði gerst. Það tók mig nokkrar vikur að þora því. Þá höfðu foreldrarnir örugglega áttað sig á því að eitthvað var að því mér leið svo illa. Þau vissu orðið að eitthvað var að en gátu þó aldrei giskað að það væri svona stórt,“ sagði Nora Mörk í sjónvarpsviðtalinu. Nora Mörk.Vísir/GettyNora Mörk á tvíburasystur sem heitir Thea og er líka í handbolta. Thea er þó ekki eins öflugur leikmaður og systir síns. Það var hins vegar Thea sem sagði systur sinni fyrst frá myndunum. „Landsliðið var komið saman í Þrándheimi og hún hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ein. Síðan bað hún mig um að setjast niður,“ lýsir Nora og heldur svo áfram. „Hún sagði mér síðan frá þessu. Ég man eftir því að ég sat á rúminu og púlsinn fór frá núll upp í tvö hundrað. Ég byrjaði að skjálfa. Hjartað mitt datt í gólfið. Ég hugsaði: Er þetta ég? Hvernig getur þetta verið satt?,“ sagði Nora. Nora Mörk ákvað síðan að koma úr felum og tala um þetta opinberlega og úr varð mikið fjölmiðlamál. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir að búa með því til mjög sterka fyrirmynd fyrir stelpur sem hafa lent í sömu stöðu og hún. „Ég hef líklega breyst svolítið á þessu eina ári og er orðin lokaðari og óöruggari. Ég hef átt í vandræðum með að sætta mig við þetta og verða ég sjálf aftur. Ég er ekki neikvæð en svo verður líf svona neikvætt,“ sagði Nora. Nora Mörk er að koma til baka inn á handboltavöllinn og er staðráðin að vinna sér sæti í EM-hópi Þóris Hergeirssonar. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Handbolti MeToo Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða