Ráðamenn í Palestínu segja ákvörðun Bandaríkjanna um að hætta fjárveitingum til stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínskt flóttafólk vera „svívirðilega árás“. Palestínuflóttamannaaðstoðin (e. United Nations Relief and Works Agency) var sett á fót árið 1949 en Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhagslegi bakhjarl flóttamannaaðstoðarinnar.
Sjá einnig: Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn
Aðstoðin veitir um fimm milljónum Palestínumanna á Gaza, Vesturbakkanum, Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon aðstoð með heilbrigðisþjónustu, menntun og félagþjónustu.
Talsmaður Mahmoud Abbas forseta Palestínu hefur sagt ákvörðunina „svívirðilega árás gegn Palestínumönnum“.
