Egill Einarsson gagnrýndi djúsakúra heilmikið í Brennslunni í morgun og talaði um að þeir væri í raun aðeins gott Nígeríusvindl.
„Þetta eru gríðarlega næringamiklir djúsar sem við höfum upp á að bjóða og hafa þeir hjálpað fjölmörgum að létta sig og til að mynda minnkar sykurþörfin hjá þeim sem drekka þá reglulega,“ segir Jón og bætir við að hann hafi sjálfir lést töluvert með því að drekka svona djúsa.

„Það gefur auga leið að ef þú ert að drekka djús sem er með avocado, engifer, spínati, sítrónu og mangó þá eru þeir hollir fyrir þig. Svona djúsar geta vel hjálpað manni að hreinsa til í kerfinu, enda erum við ekki að tala um djúsa sem eru með bönunum, jarðaberum og öðru sykruðu. Þeir innihalda ávaxtasykur sem er bara gott í hófi og við reynum að lágmarka slíkt.“
En getur maður lifað á því að drekka aðeins djúsa?
„Ég held að maður geti það í raun og veru. Það er hægt að útbúa drykki sem eru með allt sem þú þarft og því sé ég ekki að það sé óraunhæft. Það kjósa aftur á móti ekki margir að gera það, sem ég skil vel.“