GAMMA með um 270 milljónir í útboði WOW Hörður Ægisson skrifar 17. október 2018 08:00 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, en veiking krónunnar hefur komið félaginu vel á sama tíma og olíuverð hefur hækkað mikið. Fréttablaðið/Anton Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu GAMMA Capital Management voru á meðal þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Sjóðirnir GAMMA: Credit Fund og GAMMA: Total Return Fund fjárfestu þannig fyrir samanlagt tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 270 milljóna króna, í útboðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Bloomberg-upplýsingaveitunni sem Markaðurinn hefur undir höndum. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um aðra þátttakendur í útboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði yfirumsjón með, en WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8 milljarða króna. Samkvæmt yfirliti frá Pareto, sem Markaðurinn hefur undir höndum, voru íslenskir aðilar með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, eða sem nemur 22 milljónum evra. Bandarískir fjárfestar keyptu hins vegar um fjórðunginn, fjárfestar frá Norðurlöndunum voru með samanlagt um 19 prósent af útgáfunni á meðan afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tóku engir einkafjárfestar þátt í skuldabréfaútboðinu. Fjárfestingarsjóðurinn GAMMA: Credit Fund, sem er með um 8 milljarða króna í stýringu, keypti fyrir 1,8 milljónir evra í útboðinu á meðan GAMMA: Total Return Fund, sem er með um 2,4 milljarða í stýringu, fjárfesti hins vegar aðeins fyrir 200 þúsund evrur. Sé litið til stærstu eigna GAMMA: Credit Fund í lok september þá kemst fjárfestingin í skuldabréfaútgáfu WOW air ekki á lista yfir tíu stærstu eignir sjóðsins.Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmGagnaherbergi opnað Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur að undanförnu, ásamt alþjóðlegum fjárfestingarbanka, unnið að undirbúningi þess að fá erlenda fjárfesta inn sem nýja hluthafa að félaginu í lokuðu útboði (e. private placement) og í tengslum við þau áform var opnað sérstakt gagnaherbergi í London í liðnum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem eru Skúla einnig innan handar í þeirri vinnu eru Fossar verðbréfamarkaðir og þá er ráðgert að sérfræðingar frá bandaríska fjárfestingarbankanum Citi muni bætist í þann hóp. Fossar, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, voru á meðal ráðgjafa WOW air í nýafstöðnu skuldabréfaútboði. Þá hefur Skúli sagt að hann stefni að skráningu hlutabréfa félagsins á markað innan 12 til 18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis. Hefur WOW air ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningunni. Í viðtali sem birtist við Skúla í Financial Times í síðasta mánuði sagðist hann áforma að sækja sér 200 til 300 milljónir Bandaríkjadala með því að selja allt að helming hlutafjár í félaginu í slíku hlutafjárútboði.Gæti þýtt 3 prósenta samdrátt Rekstrarumhverfi WOW air, eins og margra annarra evrópskra flugfélgaga, hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 14 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst. Á móti kemur að snörp gengisveiking krónunnar á síðustu mánuðum, ekki hvað síst gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið WOW air vel enda eru tekjur þess að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri á meðan launakostnaðurinn er nánast einungis í íslenskum krónum. Á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndargreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri WOW air, og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku, var að gjaldþrot félagsins gæti þýtt að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var einnig gert ráð fyrir því að mögulegt fall WOW air gæti leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu GAMMA Capital Management voru á meðal þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Sjóðirnir GAMMA: Credit Fund og GAMMA: Total Return Fund fjárfestu þannig fyrir samanlagt tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 270 milljóna króna, í útboðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Bloomberg-upplýsingaveitunni sem Markaðurinn hefur undir höndum. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um aðra þátttakendur í útboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði yfirumsjón með, en WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8 milljarða króna. Samkvæmt yfirliti frá Pareto, sem Markaðurinn hefur undir höndum, voru íslenskir aðilar með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, eða sem nemur 22 milljónum evra. Bandarískir fjárfestar keyptu hins vegar um fjórðunginn, fjárfestar frá Norðurlöndunum voru með samanlagt um 19 prósent af útgáfunni á meðan afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tóku engir einkafjárfestar þátt í skuldabréfaútboðinu. Fjárfestingarsjóðurinn GAMMA: Credit Fund, sem er með um 8 milljarða króna í stýringu, keypti fyrir 1,8 milljónir evra í útboðinu á meðan GAMMA: Total Return Fund, sem er með um 2,4 milljarða í stýringu, fjárfesti hins vegar aðeins fyrir 200 þúsund evrur. Sé litið til stærstu eigna GAMMA: Credit Fund í lok september þá kemst fjárfestingin í skuldabréfaútgáfu WOW air ekki á lista yfir tíu stærstu eignir sjóðsins.Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmGagnaherbergi opnað Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur að undanförnu, ásamt alþjóðlegum fjárfestingarbanka, unnið að undirbúningi þess að fá erlenda fjárfesta inn sem nýja hluthafa að félaginu í lokuðu útboði (e. private placement) og í tengslum við þau áform var opnað sérstakt gagnaherbergi í London í liðnum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem eru Skúla einnig innan handar í þeirri vinnu eru Fossar verðbréfamarkaðir og þá er ráðgert að sérfræðingar frá bandaríska fjárfestingarbankanum Citi muni bætist í þann hóp. Fossar, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, voru á meðal ráðgjafa WOW air í nýafstöðnu skuldabréfaútboði. Þá hefur Skúli sagt að hann stefni að skráningu hlutabréfa félagsins á markað innan 12 til 18 mánaða, bæði hérlendis og erlendis. Hefur WOW air ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningunni. Í viðtali sem birtist við Skúla í Financial Times í síðasta mánuði sagðist hann áforma að sækja sér 200 til 300 milljónir Bandaríkjadala með því að selja allt að helming hlutafjár í félaginu í slíku hlutafjárútboði.Gæti þýtt 3 prósenta samdrátt Rekstrarumhverfi WOW air, eins og margra annarra evrópskra flugfélgaga, hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 14 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst. Á móti kemur að snörp gengisveiking krónunnar á síðustu mánuðum, ekki hvað síst gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið WOW air vel enda eru tekjur þess að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri á meðan launakostnaðurinn er nánast einungis í íslenskum krónum. Á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndargreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri WOW air, og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku, var að gjaldþrot félagsins gæti þýtt að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var einnig gert ráð fyrir því að mögulegt fall WOW air gæti leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira