Hannes hættir sem forstjóri Air Atlanta Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Hannes Hilmarsson. Hannes Hilmarsson lætur af störfum sem forstjóri flugfélagsins Air Atlanta um áramótin. Hann tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans. Hannes, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Air Atlanta síðustu tólf ár, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en breytingar á yfirstjórn flugfélagsins voru kynntar starfsmönnum í gær. Baldvin Már Hermannsson tekur við keflinu af Hannesi og verður forstjóri Air Atlanta en hann hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í tíu ár. Sigurður Magnús Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann snýr aftur til Air Atlanta eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air. Þá lætur Stefán Eyjólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing. Hannes segir að kaflaskil séu í uppbyggingu Air Atlanta. „Stóra myndin er að reksturinn er á mjög góðum stað en fram undan er nýr kafli sem felur í sér að eigendur og æðstu stjórnendur leggi meiri áherslu á uppbygginguna en yngri stjórnendur taki við daglegum rekstri,“ segir hann. „Sem stjórnarformaður mun ég áfram hafa yfirsýn yfir reksturinn en áherslurnar færast yfir í að móta stefnu um flugvélaflotann.“ Í flugvélaflotanum eru tólf Boeing 747-400-vélar og ein Airbus-340-300-vél sem félagið rekur fyrir hönd Air Madagascar en sem áður segir er flotinn undir hatti systurfélagsins Northern Lights Leasing. Hannes segir að nýr kafli feli í sér endurnýjun flotans á komandi árum. „Það er ekki aðkallandi að endurnýja flotann á þessu ári eða því næsta en við erum að horfa til þess að frá og með árinu 2020 byrji nýrri flugvélagerðir smám saman að koma í stað Boeing 747-vélanna. Endurnýjun á þessum skala krefst mikillar skipulagningar og fjárfestingar,“ segir Hannes. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hannes Hilmarsson lætur af störfum sem forstjóri flugfélagsins Air Atlanta um áramótin. Hann tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans. Hannes, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Air Atlanta síðustu tólf ár, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en breytingar á yfirstjórn flugfélagsins voru kynntar starfsmönnum í gær. Baldvin Már Hermannsson tekur við keflinu af Hannesi og verður forstjóri Air Atlanta en hann hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í tíu ár. Sigurður Magnús Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann snýr aftur til Air Atlanta eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air. Þá lætur Stefán Eyjólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing. Hannes segir að kaflaskil séu í uppbyggingu Air Atlanta. „Stóra myndin er að reksturinn er á mjög góðum stað en fram undan er nýr kafli sem felur í sér að eigendur og æðstu stjórnendur leggi meiri áherslu á uppbygginguna en yngri stjórnendur taki við daglegum rekstri,“ segir hann. „Sem stjórnarformaður mun ég áfram hafa yfirsýn yfir reksturinn en áherslurnar færast yfir í að móta stefnu um flugvélaflotann.“ Í flugvélaflotanum eru tólf Boeing 747-400-vélar og ein Airbus-340-300-vél sem félagið rekur fyrir hönd Air Madagascar en sem áður segir er flotinn undir hatti systurfélagsins Northern Lights Leasing. Hannes segir að nýr kafli feli í sér endurnýjun flotans á komandi árum. „Það er ekki aðkallandi að endurnýja flotann á þessu ári eða því næsta en við erum að horfa til þess að frá og með árinu 2020 byrji nýrri flugvélagerðir smám saman að koma í stað Boeing 747-vélanna. Endurnýjun á þessum skala krefst mikillar skipulagningar og fjárfestingar,“ segir Hannes.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28