Hilmar er staddur í Zagreb í Króatíu þar sem heimsbikarmótið í svigi fer fram. Eftir fyrri ferðina var hann annar en náði að tryggja sér sigur með seinni ferðinni.
Hann fór fyrri ferðina á 1:00,27 mínútu og þá seinni á 1:01,44 mínútu og því samtals á 2:01,71 mínútum. Hann var rúmri sekúndu á undan næsta manni, Thomas Walsh frá Bandaríkjunum.
Hilmar keppir í flokki hreyfihamlaðra LW2-standing.
IPC var með beina útsendingu frá mótinu á Youtube-síðu sinni og má sjá upptöku frá mótinu hér að neðan. Seinni ferð Hilmars hefst eftir rúma 51 mínútu.
Á morgun fer fram önnur keppni í svigi þar sem Hilmar er aftur á meðal keppenda.