„Ég trúði því ekki að ég væri vakandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:42 Þyrlan brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls síðdegis á sunnudag. EPA/EFE Hjónin sem fórust í þyrluslysinu í Røldal í Noregi á sunnudag hétu Ann-Cathrin Losvik og Jarle Hegerland. Þau voru á fimmtugsaldri og voru stödd á svæðinu við skíðaiðkun þegar þau lögðu í sína hinstu ferð. Norskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Ann-Cathrin að fjölskyldan sé harmi slegin vegna slyssins. Slysið varð síðdegis á sunnudag en þyrla hjónanna var á leið frá Røldal til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Flugið var ekki tilkynnt flugmálayfirvöldum og tók því lengri tíma að finna flak þyrlunnar en ella. Hjónin voru úrskurðuð látin skömmu eftir að björgunaraðilar komu að flakinu.Vakinn með skelfilegum fréttumJarle Hegerland og Ann-Cathrin Losvik.Mynd/FacebookBróðir Ann-Cathrin, Lars Losvik, segir í samtali við norska dagblaðið VG að hann hafi verið vakinn aðfaranótt mánudags og látinn vita að hjónanna væri saknað. „Ég trúði því ekki að ég væri vakandi, ég hélt að mig væri bara að dreyma,“ segir hann í samtali við VG. Um fjögurleytið sömu nótt hafi hann svo verið látinn vita af því að þyrlan hefði fundist og að hún hefði brotlent í fjallshlíðinni. Hann segir systur sína hafa verið mikla íþróttamanneskju og afar góðhjartaða. Hann hafi jafnframt áttað sig á því hvað þau væru náin er þau sátu yfir móður sinni á líknardeild fyrir síðustu jól en systkinin hafa verið búsett hvort í sínu landinu í tuttugu ár. Ann-Cathrin og Jarle voru mikið útivistarfólk og þá nutu þau þess að fljúga á þyrlunni sinni. Jarle lýsti því í viðtali við héraðsblaðið Haugesunds Avis í fyrra að hann hafi nýlega tekið þyrluflugmannspróf í Bandaríkjunum og sagðist þakklátur konu sinni fyrir að hjálpa honum að láta drauma sína rætast. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK lætur Ann-Cathrin eftir sig tvær dætur, þrettán og átján ára, og Hegerland einn fjórtán ára son. Hjónin áttu engin börn saman. Noregur Tengdar fréttir Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Hjónin sem fórust í þyrluslysinu í Røldal í Noregi á sunnudag hétu Ann-Cathrin Losvik og Jarle Hegerland. Þau voru á fimmtugsaldri og voru stödd á svæðinu við skíðaiðkun þegar þau lögðu í sína hinstu ferð. Norskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Ann-Cathrin að fjölskyldan sé harmi slegin vegna slyssins. Slysið varð síðdegis á sunnudag en þyrla hjónanna var á leið frá Røldal til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Flugið var ekki tilkynnt flugmálayfirvöldum og tók því lengri tíma að finna flak þyrlunnar en ella. Hjónin voru úrskurðuð látin skömmu eftir að björgunaraðilar komu að flakinu.Vakinn með skelfilegum fréttumJarle Hegerland og Ann-Cathrin Losvik.Mynd/FacebookBróðir Ann-Cathrin, Lars Losvik, segir í samtali við norska dagblaðið VG að hann hafi verið vakinn aðfaranótt mánudags og látinn vita að hjónanna væri saknað. „Ég trúði því ekki að ég væri vakandi, ég hélt að mig væri bara að dreyma,“ segir hann í samtali við VG. Um fjögurleytið sömu nótt hafi hann svo verið látinn vita af því að þyrlan hefði fundist og að hún hefði brotlent í fjallshlíðinni. Hann segir systur sína hafa verið mikla íþróttamanneskju og afar góðhjartaða. Hann hafi jafnframt áttað sig á því hvað þau væru náin er þau sátu yfir móður sinni á líknardeild fyrir síðustu jól en systkinin hafa verið búsett hvort í sínu landinu í tuttugu ár. Ann-Cathrin og Jarle voru mikið útivistarfólk og þá nutu þau þess að fljúga á þyrlunni sinni. Jarle lýsti því í viðtali við héraðsblaðið Haugesunds Avis í fyrra að hann hafi nýlega tekið þyrluflugmannspróf í Bandaríkjunum og sagðist þakklátur konu sinni fyrir að hjálpa honum að láta drauma sína rætast. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK lætur Ann-Cathrin eftir sig tvær dætur, þrettán og átján ára, og Hegerland einn fjórtán ára son. Hjónin áttu engin börn saman.
Noregur Tengdar fréttir Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57