Þríeykið D, B og M; mestu þjóðernisseggir Evrópu!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norðurlanda, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB-aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðardemókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka flestir aðrir þjóðernis- og hægri-öfga-flokkar í Evrópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir flokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu –með tilliti til samvinnu, efnahagslegra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt samband evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmyndafræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara flokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mótmæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópubúar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landamæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóðernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóðríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomulaginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldsseggir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með tilliti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB-aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóðernis- og þröngsýnisöfl sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og framtíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjölbreyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaflokk það kýs í framtíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norðurlanda, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB-aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðardemókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka flestir aðrir þjóðernis- og hægri-öfga-flokkar í Evrópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir flokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu –með tilliti til samvinnu, efnahagslegra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt samband evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmyndafræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara flokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mótmæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópubúar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landamæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóðernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóðríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomulaginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldsseggir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með tilliti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB-aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóðernis- og þröngsýnisöfl sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og framtíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjölbreyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaflokk það kýs í framtíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun