Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 17:00 Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. AP/Lögreglan í Chicago Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. Smollett er sagður hafa sett árásina á svið vegna þess að hann var óánægður með laun sín en hann er þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Empire. Árásin hefur verið nær stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðlum vestanhafs síðustu þrjár vikur. Smollett hélt því fram að tveir einstaklingar hefðu ráðist á hann og haft uppi fordómafull ummæli sem sneru að kynþætti og kynhneigð hans, en hann er dökkur á hörund og samkynhneigður. Þá sagði Smollett árásarmennina hafa hrópað slagorð, „MAGA“ [Make America Great Again]. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Eddie Johnson lögreglustjóri hjá lögreglunni í Chicago sagði á blaðamannafundi vegna málsins í dag að Smollett hefði misnotað sársaukann sem fylgir kynþáttafordómum, sér og starfsferli sínum til framdráttar. Lögreglustjórinn Eddie Johnson á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP Johnson var harðorður í garð leikarans á blaðamannafundinum og krafðist þess að hann bæði Chicago-borg afsökunar. Þá gæti athæfið haft áhrif á raunveruleg fórnarlömb hatursglæpa og fælt þau frá því að stíga fram. Smollett hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að lögreglu en hann er grunaður um að hafa greitt nígerískum bræðrum 3.500 Bandaríkjadali, eða um 400 þúsund íslenskar krónur, fyrir að ráðast á sig. Þá stóð hann sjálfur að sendingu bréfs, lituðu kynþáttafordómum, sem hann tjáði lögreglu að aðili tengdur árásinni hefði sent sér. Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. Gert er ráð fyrir að hann verði leiddur fyrir dómara síðar í dag. Fljótlega eftir að Smollett greindi frá árásinni vöknuðu efasemdaraddir um fullyrðingar hans, einkum vegna þess að hvorki fundust vitni að árásinni né upptökur úr öryggismyndavélum. Í gær var svo greint frá því að Smollett hefði formlega réttarstöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, grunaður um að hafa logið að lögreglu. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. Smollett er sagður hafa sett árásina á svið vegna þess að hann var óánægður með laun sín en hann er þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Empire. Árásin hefur verið nær stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðlum vestanhafs síðustu þrjár vikur. Smollett hélt því fram að tveir einstaklingar hefðu ráðist á hann og haft uppi fordómafull ummæli sem sneru að kynþætti og kynhneigð hans, en hann er dökkur á hörund og samkynhneigður. Þá sagði Smollett árásarmennina hafa hrópað slagorð, „MAGA“ [Make America Great Again]. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Eddie Johnson lögreglustjóri hjá lögreglunni í Chicago sagði á blaðamannafundi vegna málsins í dag að Smollett hefði misnotað sársaukann sem fylgir kynþáttafordómum, sér og starfsferli sínum til framdráttar. Lögreglustjórinn Eddie Johnson á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP Johnson var harðorður í garð leikarans á blaðamannafundinum og krafðist þess að hann bæði Chicago-borg afsökunar. Þá gæti athæfið haft áhrif á raunveruleg fórnarlömb hatursglæpa og fælt þau frá því að stíga fram. Smollett hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að lögreglu en hann er grunaður um að hafa greitt nígerískum bræðrum 3.500 Bandaríkjadali, eða um 400 þúsund íslenskar krónur, fyrir að ráðast á sig. Þá stóð hann sjálfur að sendingu bréfs, lituðu kynþáttafordómum, sem hann tjáði lögreglu að aðili tengdur árásinni hefði sent sér. Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. Gert er ráð fyrir að hann verði leiddur fyrir dómara síðar í dag. Fljótlega eftir að Smollett greindi frá árásinni vöknuðu efasemdaraddir um fullyrðingar hans, einkum vegna þess að hvorki fundust vitni að árásinni né upptökur úr öryggismyndavélum. Í gær var svo greint frá því að Smollett hefði formlega réttarstöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, grunaður um að hafa logið að lögreglu.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50