Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 20:30 Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40