Skúli hafi „brennt peninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2019 08:00 Það var kuldalegt um að litast á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/vilhelm Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00