Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Það gæti stefnt í átök um túlkun á verkfallsboðun. Fréttablaðið/Ernir Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira