Allir klárir fyrir aldamótatónleikana og Hreimur ætlar að aflita á sér hárið Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2019 10:30 Gunnar, Birgitta og Hreimur verða öll á sviðinu. Í lok mánaðarins ætla vinsælustu hljómsveitir landsins í kringum aldamótin að koma saman á tónleikum 26. apríl og upplifa aftur stemninguna sem myndaðist fyrir um tveimur áratugum síðan. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau Hreim Örn Heimisson, úr Landi og sonum, Gunnar Ólason úr Skítamóral og sjálfa Birgittu Haukdal úr Írafári í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og rifjaði upp skemmtilega tíma frá þessum árum. „Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna. „Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“ „Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur. Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.Birgitta, Hreimur og Gunni Óla á sínum tíma.„Ég var ekkert rosalega stoltur af þessu þarna og fannst þetta frekar kjánalegt. Í dag finnst mér þetta geðveikt. Að dóttir mín, sem er að fara fermast finni einhvern verðlaunagrip og spyr hvað þetta sé. Þetta er bara gamli, tvö ár í röð babí, tvö ár í röð. Ég er mjög stoltur af þessu í dag,“ segir Hreimur léttur. Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi. „Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær. Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein. „Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla. Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Í lok mánaðarins ætla vinsælustu hljómsveitir landsins í kringum aldamótin að koma saman á tónleikum 26. apríl og upplifa aftur stemninguna sem myndaðist fyrir um tveimur áratugum síðan. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau Hreim Örn Heimisson, úr Landi og sonum, Gunnar Ólason úr Skítamóral og sjálfa Birgittu Haukdal úr Írafári í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og rifjaði upp skemmtilega tíma frá þessum árum. „Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna. „Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“ „Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur. Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.Birgitta, Hreimur og Gunni Óla á sínum tíma.„Ég var ekkert rosalega stoltur af þessu þarna og fannst þetta frekar kjánalegt. Í dag finnst mér þetta geðveikt. Að dóttir mín, sem er að fara fermast finni einhvern verðlaunagrip og spyr hvað þetta sé. Þetta er bara gamli, tvö ár í röð babí, tvö ár í röð. Ég er mjög stoltur af þessu í dag,“ segir Hreimur léttur. Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi. „Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær. Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein. „Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla. Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira