Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason verður frá keppni næstu mánuðina. Hann gekkst undir aðgerð á kálfa á fimmtudaginn.
Samkvæmt þýskum miðlum verður Alfreð frá í 3-4 mánuði. Ef satt reynist leikur hann ekki meira með Augsburg á tímabilinu og missir af landsleikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi í júní.
Alfreð hefur verið mikið meiddur í vetur og aðeins leikið 18 leiki með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni.
Í þeim hefur hann skorað tíu mörk en hann er markahæsti leikmaður Augsburg á tímabilinu.
Alfreð hefur leikið með Augsburg frá því í febrúar 2016.
Alfreð úr leik næstu mánuðina
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn




„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn

Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester
Enski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum
Íslenski boltinn


