Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 07:55 Af frambjóðendum tíu sem öttu kappi í gær eru þau Biden (t.v.), Sanders (f.m.) og Harris (t.h.) eygja mesta von um sigur í forvalinu. AP/Wilfredo Lee Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24