Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 07:55 Af frambjóðendum tíu sem öttu kappi í gær eru þau Biden (t.v.), Sanders (f.m.) og Harris (t.h.) eygja mesta von um sigur í forvalinu. AP/Wilfredo Lee Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24