Ekki ólöglegt fyrir flokka að hagræða kjördæmamörkum sér í vil Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 14:55 Fólk bíður dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna með óþreyju fyrir utan dómhúsið í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times Bandaríkin Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times
Bandaríkin Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira