Grunaður morðingi skar sig á háls í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 08:39 Bailey Boswell, sambýliskona Aubrey Trail, í dómsal. Þau eru ákærð fyrir morðið á ungri konu í Nebraska. AP/Eric Gregory Karlmaður sem grunaður er um að hafa myrt unga konu og bútað lík hennar niður skar sjálfan sig á háls í dómsal í Nebraska í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvert ástand hans er. Réttarhöld yfir Aubrey Trail, 52 ára gömlum karlmanni, ásamt félaga hans vegna morðsins á Sydney Loofe, 24 ára gamalli konu, árið 2017 standa nú yfir. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Trail hafi skorið sig á háls með ótilgreindum hlut og fallið úr hjólastól sínum í dómsalnum í bænum Wilber í gær. Trail er sagður hafa hrópað orð til stuðnings sambýliskonu sinnar Bailey Boswell áður en hann féll blóðugur í gólfið. „Bailey er saklaus og ég bölva ykkur öllum,“ er Trail sagður hafa kallað.Fox-fréttastöðin segir óljóst hvort réttarhöldin haldi áfram og hversu illa særður Trail er. Að sögn embættismanna hefur Trail fengið heilablóðfall og tvö hjartaáföll í fangelsi frá því að hann var handtekinn. AP-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi sagt kviðdómendum að mæta aftur í dag. Trail og Boswell eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að myrða Loofe. Boswell hafi kynnst henni í gegnum stefnumótaforritið Tinder þar sem hún gaf upp rangt nafn. Þær hafi ákveðið að hittast í kjölfarið. Lík Loofe fannst síðar bútað í sundur í ruslapoka. Bæði eiga þau yfir höfði sér dauðarefsingu verði þau sakfelld fyrir morð að yfirlögðu ráði og ólöglega meðferð á líki. Boswell, sem er 25 ára gömul, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Trail heldur því fram að hann hafi kyrkt Loofe sem hluta af kynórum sem hafi verið með vilja þeirra allra og að Boswell hafi hjálpað honum að hylma yfir dauða hennar. Hann hafi drepið Loofe óvart og hann hafi reynt að fela lík hennar því hann hafi ekki talið að lögreglan myndi trúa því að hann hefði drepið hana óviljandi. Bandaríkin Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um að hafa myrt unga konu og bútað lík hennar niður skar sjálfan sig á háls í dómsal í Nebraska í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvert ástand hans er. Réttarhöld yfir Aubrey Trail, 52 ára gömlum karlmanni, ásamt félaga hans vegna morðsins á Sydney Loofe, 24 ára gamalli konu, árið 2017 standa nú yfir. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Trail hafi skorið sig á háls með ótilgreindum hlut og fallið úr hjólastól sínum í dómsalnum í bænum Wilber í gær. Trail er sagður hafa hrópað orð til stuðnings sambýliskonu sinnar Bailey Boswell áður en hann féll blóðugur í gólfið. „Bailey er saklaus og ég bölva ykkur öllum,“ er Trail sagður hafa kallað.Fox-fréttastöðin segir óljóst hvort réttarhöldin haldi áfram og hversu illa særður Trail er. Að sögn embættismanna hefur Trail fengið heilablóðfall og tvö hjartaáföll í fangelsi frá því að hann var handtekinn. AP-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi sagt kviðdómendum að mæta aftur í dag. Trail og Boswell eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að myrða Loofe. Boswell hafi kynnst henni í gegnum stefnumótaforritið Tinder þar sem hún gaf upp rangt nafn. Þær hafi ákveðið að hittast í kjölfarið. Lík Loofe fannst síðar bútað í sundur í ruslapoka. Bæði eiga þau yfir höfði sér dauðarefsingu verði þau sakfelld fyrir morð að yfirlögðu ráði og ólöglega meðferð á líki. Boswell, sem er 25 ára gömul, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Trail heldur því fram að hann hafi kyrkt Loofe sem hluta af kynórum sem hafi verið með vilja þeirra allra og að Boswell hafi hjálpað honum að hylma yfir dauða hennar. Hann hafi drepið Loofe óvart og hann hafi reynt að fela lík hennar því hann hafi ekki talið að lögreglan myndi trúa því að hann hefði drepið hana óviljandi.
Bandaríkin Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira