Grunaður morðingi skar sig á háls í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 08:39 Bailey Boswell, sambýliskona Aubrey Trail, í dómsal. Þau eru ákærð fyrir morðið á ungri konu í Nebraska. AP/Eric Gregory Karlmaður sem grunaður er um að hafa myrt unga konu og bútað lík hennar niður skar sjálfan sig á háls í dómsal í Nebraska í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvert ástand hans er. Réttarhöld yfir Aubrey Trail, 52 ára gömlum karlmanni, ásamt félaga hans vegna morðsins á Sydney Loofe, 24 ára gamalli konu, árið 2017 standa nú yfir. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Trail hafi skorið sig á háls með ótilgreindum hlut og fallið úr hjólastól sínum í dómsalnum í bænum Wilber í gær. Trail er sagður hafa hrópað orð til stuðnings sambýliskonu sinnar Bailey Boswell áður en hann féll blóðugur í gólfið. „Bailey er saklaus og ég bölva ykkur öllum,“ er Trail sagður hafa kallað.Fox-fréttastöðin segir óljóst hvort réttarhöldin haldi áfram og hversu illa særður Trail er. Að sögn embættismanna hefur Trail fengið heilablóðfall og tvö hjartaáföll í fangelsi frá því að hann var handtekinn. AP-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi sagt kviðdómendum að mæta aftur í dag. Trail og Boswell eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að myrða Loofe. Boswell hafi kynnst henni í gegnum stefnumótaforritið Tinder þar sem hún gaf upp rangt nafn. Þær hafi ákveðið að hittast í kjölfarið. Lík Loofe fannst síðar bútað í sundur í ruslapoka. Bæði eiga þau yfir höfði sér dauðarefsingu verði þau sakfelld fyrir morð að yfirlögðu ráði og ólöglega meðferð á líki. Boswell, sem er 25 ára gömul, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Trail heldur því fram að hann hafi kyrkt Loofe sem hluta af kynórum sem hafi verið með vilja þeirra allra og að Boswell hafi hjálpað honum að hylma yfir dauða hennar. Hann hafi drepið Loofe óvart og hann hafi reynt að fela lík hennar því hann hafi ekki talið að lögreglan myndi trúa því að hann hefði drepið hana óviljandi. Bandaríkin Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um að hafa myrt unga konu og bútað lík hennar niður skar sjálfan sig á háls í dómsal í Nebraska í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvert ástand hans er. Réttarhöld yfir Aubrey Trail, 52 ára gömlum karlmanni, ásamt félaga hans vegna morðsins á Sydney Loofe, 24 ára gamalli konu, árið 2017 standa nú yfir. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Trail hafi skorið sig á háls með ótilgreindum hlut og fallið úr hjólastól sínum í dómsalnum í bænum Wilber í gær. Trail er sagður hafa hrópað orð til stuðnings sambýliskonu sinnar Bailey Boswell áður en hann féll blóðugur í gólfið. „Bailey er saklaus og ég bölva ykkur öllum,“ er Trail sagður hafa kallað.Fox-fréttastöðin segir óljóst hvort réttarhöldin haldi áfram og hversu illa særður Trail er. Að sögn embættismanna hefur Trail fengið heilablóðfall og tvö hjartaáföll í fangelsi frá því að hann var handtekinn. AP-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi sagt kviðdómendum að mæta aftur í dag. Trail og Boswell eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að myrða Loofe. Boswell hafi kynnst henni í gegnum stefnumótaforritið Tinder þar sem hún gaf upp rangt nafn. Þær hafi ákveðið að hittast í kjölfarið. Lík Loofe fannst síðar bútað í sundur í ruslapoka. Bæði eiga þau yfir höfði sér dauðarefsingu verði þau sakfelld fyrir morð að yfirlögðu ráði og ólöglega meðferð á líki. Boswell, sem er 25 ára gömul, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Trail heldur því fram að hann hafi kyrkt Loofe sem hluta af kynórum sem hafi verið með vilja þeirra allra og að Boswell hafi hjálpað honum að hylma yfir dauða hennar. Hann hafi drepið Loofe óvart og hann hafi reynt að fela lík hennar því hann hafi ekki talið að lögreglan myndi trúa því að hann hefði drepið hana óviljandi.
Bandaríkin Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira