Dómari taldi heilsu fólks vega þyngra en rétturinn til að ferðast með bíl Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 23:30 Þúsundir Madridarbúa gengu til varnar bílabanninu í vikunni. Vísir/EPA Dómstóll í Madrid á Spáni sneri við ákvörðun borgarstjóranar um að afnema bann við bílaumferð í miðborginni eftir fjölmenn mótmæli í vikunni. Mengun í miðborginni rauk upp eftir að borgarstjórnin afnam bannið í byrjun vikunnar. Manuela Carmena, vinstrikonan sem var borgarstjóri þar til í júní lagði bannið á í nóvember. Tilgangurinn var að draga úr mengun í borginni þannig að hún stæðist reglur Evrópusambandsins. Bannið fól í sér að ökumenn sem óku inn í svonefnt láglosunarsvæði í miðborginni voru sektaðir. Bannið virtist bera árangur því á þeim sjö mánuðum sem það var í gildi mældist loftmengun í borginni sú minnsta í áratug, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. José Luis Martínez-Almeida, frá hægriflokknum Lýðflokknum sem tók við af Carmena um miðjan júní, felldi bannið úr gildi. Mengun mældist þá strax meiri frá því sem verið hafði á meðan bannið var í gildi. Þúsundir borgarbúa mótmæltu viðsnúningi nýju borgarstjórnarinnar og Sósíalistaflokkurinn skaut ákvörðuninni til dómstóla. Þar komst dómari að þeirri niðurstöðu að heilsa borgarbúa væri mikilvægari en rétturinn til að ferðast með bíl. Sneri hann því ákvörðuninni við. Loftslagsmál Spánn Umhverfismál Tengdar fréttir Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, hægrimaðurinn José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. 30. júní 2019 08:22 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Dómstóll í Madrid á Spáni sneri við ákvörðun borgarstjóranar um að afnema bann við bílaumferð í miðborginni eftir fjölmenn mótmæli í vikunni. Mengun í miðborginni rauk upp eftir að borgarstjórnin afnam bannið í byrjun vikunnar. Manuela Carmena, vinstrikonan sem var borgarstjóri þar til í júní lagði bannið á í nóvember. Tilgangurinn var að draga úr mengun í borginni þannig að hún stæðist reglur Evrópusambandsins. Bannið fól í sér að ökumenn sem óku inn í svonefnt láglosunarsvæði í miðborginni voru sektaðir. Bannið virtist bera árangur því á þeim sjö mánuðum sem það var í gildi mældist loftmengun í borginni sú minnsta í áratug, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. José Luis Martínez-Almeida, frá hægriflokknum Lýðflokknum sem tók við af Carmena um miðjan júní, felldi bannið úr gildi. Mengun mældist þá strax meiri frá því sem verið hafði á meðan bannið var í gildi. Þúsundir borgarbúa mótmæltu viðsnúningi nýju borgarstjórnarinnar og Sósíalistaflokkurinn skaut ákvörðuninni til dómstóla. Þar komst dómari að þeirri niðurstöðu að heilsa borgarbúa væri mikilvægari en rétturinn til að ferðast með bíl. Sneri hann því ákvörðuninni við.
Loftslagsmál Spánn Umhverfismál Tengdar fréttir Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, hægrimaðurinn José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. 30. júní 2019 08:22 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, hægrimaðurinn José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. 30. júní 2019 08:22