Dómari segir meintan nauðgara eiga skilið vægð því hann kemur úr góðri fjölskyldu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 23:00 Dómarinn hefur verið ávítaður af áfrýjunardómstól. Vísir/Getty Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi.
Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira