17 ára stunginn til bana fyrir að spila rapptónlist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2019 12:09 Búið er að setja upp lítinn minnisvarða um Al-Amin á staðnum þar sem ráðist var á hann. Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila. Elijah Al-Amin var stunginn fyrir utan verslun í úthverfi Peoria-borgar í Arizona. 27 ára gamall hvítur maður að nafni Michael Adams hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. Réttað verður yfir honum þann 15. júlí næstkomandi. Adams viðurkenndi við skýrslutöku að honum hafi þótt rapptónlistin sem Al-Amin spilaði í hátalara ógnandi. Þegar atvikið átti sér stað komu viðbragðsaðilar að Al-Amin þar sem hann lá við eldsneytisdælur kjörbúðarinnar Circle K. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Þó nokkur sjónarvitni voru að því þegar Al-Amin var stunginn í háls og bak. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina fannst Adams í grennd við verslunina með vasahníf á sér og blóð á klæðum sínum. Adams var nýkominn úr fangelsi þegar árásin varð, en fram til 2. júlí hafði hann afplánað 13 mánaða fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.Al-Amin var 17 ára þegar hann var myrtur.Vísir/APÁ mánudaginn var Al-Amin borinn til grafar en fyrir útförina var haldin stutt tilbeiðslustund í miðstöð múslimasamfélagsins í Tempe, sem er borg í nágrenni Peoria.Málið áberandi á netinu Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum vestanhafs en myllumerkið #JusticeForElijah (#RéttlætiFyrirElijah) hefur farið á talsvert flug á Twitter. Cory Booker, einn þeirra 23 sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, tísti um málið í fyrradag. „Enn eitt barna okkar myrt á hrottafenginn og tilefnislausan hátt. Dómsmálaráðuneytið verður að rannsaka þennan hatursglæp strax. Hvíl í friði Elijah. #RéttlætiFyrirElijah“Another one of our children has been murdered in a heinous and unprovoked way—the DOJ must investigate this hate crime immediately. RIP Elijah. #JusticeForElijahhttps://t.co/0QaJiKudAf — Cory Booker (@CoryBooker) July 8, 2019 Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila. Elijah Al-Amin var stunginn fyrir utan verslun í úthverfi Peoria-borgar í Arizona. 27 ára gamall hvítur maður að nafni Michael Adams hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. Réttað verður yfir honum þann 15. júlí næstkomandi. Adams viðurkenndi við skýrslutöku að honum hafi þótt rapptónlistin sem Al-Amin spilaði í hátalara ógnandi. Þegar atvikið átti sér stað komu viðbragðsaðilar að Al-Amin þar sem hann lá við eldsneytisdælur kjörbúðarinnar Circle K. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Þó nokkur sjónarvitni voru að því þegar Al-Amin var stunginn í háls og bak. Stuttu eftir að tilkynnt var um árásina fannst Adams í grennd við verslunina með vasahníf á sér og blóð á klæðum sínum. Adams var nýkominn úr fangelsi þegar árásin varð, en fram til 2. júlí hafði hann afplánað 13 mánaða fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.Al-Amin var 17 ára þegar hann var myrtur.Vísir/APÁ mánudaginn var Al-Amin borinn til grafar en fyrir útförina var haldin stutt tilbeiðslustund í miðstöð múslimasamfélagsins í Tempe, sem er borg í nágrenni Peoria.Málið áberandi á netinu Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum vestanhafs en myllumerkið #JusticeForElijah (#RéttlætiFyrirElijah) hefur farið á talsvert flug á Twitter. Cory Booker, einn þeirra 23 sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári, tísti um málið í fyrradag. „Enn eitt barna okkar myrt á hrottafenginn og tilefnislausan hátt. Dómsmálaráðuneytið verður að rannsaka þennan hatursglæp strax. Hvíl í friði Elijah. #RéttlætiFyrirElijah“Another one of our children has been murdered in a heinous and unprovoked way—the DOJ must investigate this hate crime immediately. RIP Elijah. #JusticeForElijahhttps://t.co/0QaJiKudAf — Cory Booker (@CoryBooker) July 8, 2019
Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira