Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2019 16:11 Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Stöð2 Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað. Verslunareigendur höfðu þá fengið höfnun á grundvelli þess að afurðarstöðvarnar sögðust eiga nóg til. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagði í samtali við Stöð 2 í lok júní að annað erindi yrði sent á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin hafi verið önnur. Ráðgjafarnefndin um inn- og útflutning landbúnaðarvara sendi í dag út drög að tillögu sem nefndin hyggst leggja til við ráðherra. Um er að ræða opinn tollkvóta og verður verðtollur 0% en magntollur 172 kr./kg á frosið kjöt, hryggi og hryggsneiðar. Í rökstuðningi við tillöguna segir að nefndinni hafi borist ábendingar þess efnis að vöntun og/eða fyrirsjáanleg vöntun sé á lambahryggjum. Nefndin gerir því tillögur um úthlutum á opnum tollkvótum á lambahryggjum.Fyrstu vísbendingar um skort komið á hans borð í febrúar/mars Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir ákvörðun nefndarinnar fordæmalausa og fagnar ákvörðuninni. Hann ásamt Félagi atvinnurekenda gagnrýnir hins vegar stutt tímabil tollalækkunar en tímabilið stendur yfir í einn mánuð, frá 29. júlí til 30. ágúst. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, málið dæmi um öfugsnúið landbúnaðarkerfi, þar sem hagsmunir neytenda séu ekki í fyrirrúmi. „Innlendar afurðastöðvar hafa selt lambahryggi til útlanda í stórum stíl, á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða. Þannig er búinn til skortur, sem hefur orðið til þess að á undanförnum vikum hefur innlent kindakjöt hækkað í verði.“ „Þetta er eftir því sem við best vitum fyrsta skipti sem slík heimild er veitt,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Andrés segir aðgerðirnar bein afleiðing af því að afurðarstöðvar í landbúnaði hafi flutt út 15-20% af framleiðslu síðasta árs á mun lægra verði en verslunum stæði til boða. „Þetta var að okkar mati gert til þess að skapa skort á markaði, til þess að hægt væri að hækka verð á íslenska neytendur,“ sagði Andrés. „Það er vonum seinna að ráðgjafanefndin tekur þessa ákvörðun en það eru fimm vikur síðan við sendum erindi til þeirra, þeir hafa að okkar mati tekið allt of langan tíma til þess að afgreiða þetta mál. Það leiðir að því að stórir aðilar á markaði hafa ekki geta boðið upp á kótilettur, vinsælustu afurðina, síðustu vikur,“ segir Andrés sem segir fyrstu vísbendingar um skortinn hafa komið upp í febrúar/mars.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hegðum afurðastöðva tilefni til kvörtunar til Samkeppniseftirlits „Við höfum ekki sagt okkar síðasta í þessu máli. Hegðun afurðastöðvanna í þessu máli hlýtur að vera tilefni til kvörtunar til Samkeppniseftirlitsins. Það er búið að taka ákvörðun um það. Við munum stilla upp máli gagnvart Samkeppniseftirlitinu vegna þess hvernig þetta mál hefur þróast. Það eru alveg hreinar línur.“ segir Andrés. Frystiskylda á innfluttu kjöti fellur ekki úr gildi fyrr en seinna á árinu og því er um að ræða frosið kjöt. Kjötið þarf að hafa verið í frosti í þrjátíu daga. „Þá skiptir máli fyrir fyrirtæki að fá vottorð frá birgjum sínum um að varan hafi verið í frosti svo hægt sé að koma vörunni inn á markaðinn sem allra fyrst, segir Andrés sem segir fyrirtæki helst líta til Nýja Sjálands og Írlands í þeim efnum.Er innflutt kjöt þá væntanlegt í verslanir 29. júlí næstkomandi? „Það þarf að finna byrgja og koma þessu heim, það gerist ekki einn, tveir og bingó en það skiptir máli fyrir neytendur að þetta gerist hratt. Þá skiptir vottorðið máli svo varan þurfi ekki að bíða í frosti hér heima,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest 21. júní 2019 19:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað. Verslunareigendur höfðu þá fengið höfnun á grundvelli þess að afurðarstöðvarnar sögðust eiga nóg til. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagði í samtali við Stöð 2 í lok júní að annað erindi yrði sent á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin hafi verið önnur. Ráðgjafarnefndin um inn- og útflutning landbúnaðarvara sendi í dag út drög að tillögu sem nefndin hyggst leggja til við ráðherra. Um er að ræða opinn tollkvóta og verður verðtollur 0% en magntollur 172 kr./kg á frosið kjöt, hryggi og hryggsneiðar. Í rökstuðningi við tillöguna segir að nefndinni hafi borist ábendingar þess efnis að vöntun og/eða fyrirsjáanleg vöntun sé á lambahryggjum. Nefndin gerir því tillögur um úthlutum á opnum tollkvótum á lambahryggjum.Fyrstu vísbendingar um skort komið á hans borð í febrúar/mars Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir ákvörðun nefndarinnar fordæmalausa og fagnar ákvörðuninni. Hann ásamt Félagi atvinnurekenda gagnrýnir hins vegar stutt tímabil tollalækkunar en tímabilið stendur yfir í einn mánuð, frá 29. júlí til 30. ágúst. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, málið dæmi um öfugsnúið landbúnaðarkerfi, þar sem hagsmunir neytenda séu ekki í fyrirrúmi. „Innlendar afurðastöðvar hafa selt lambahryggi til útlanda í stórum stíl, á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða. Þannig er búinn til skortur, sem hefur orðið til þess að á undanförnum vikum hefur innlent kindakjöt hækkað í verði.“ „Þetta er eftir því sem við best vitum fyrsta skipti sem slík heimild er veitt,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Andrés segir aðgerðirnar bein afleiðing af því að afurðarstöðvar í landbúnaði hafi flutt út 15-20% af framleiðslu síðasta árs á mun lægra verði en verslunum stæði til boða. „Þetta var að okkar mati gert til þess að skapa skort á markaði, til þess að hægt væri að hækka verð á íslenska neytendur,“ sagði Andrés. „Það er vonum seinna að ráðgjafanefndin tekur þessa ákvörðun en það eru fimm vikur síðan við sendum erindi til þeirra, þeir hafa að okkar mati tekið allt of langan tíma til þess að afgreiða þetta mál. Það leiðir að því að stórir aðilar á markaði hafa ekki geta boðið upp á kótilettur, vinsælustu afurðina, síðustu vikur,“ segir Andrés sem segir fyrstu vísbendingar um skortinn hafa komið upp í febrúar/mars.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hegðum afurðastöðva tilefni til kvörtunar til Samkeppniseftirlits „Við höfum ekki sagt okkar síðasta í þessu máli. Hegðun afurðastöðvanna í þessu máli hlýtur að vera tilefni til kvörtunar til Samkeppniseftirlitsins. Það er búið að taka ákvörðun um það. Við munum stilla upp máli gagnvart Samkeppniseftirlitinu vegna þess hvernig þetta mál hefur þróast. Það eru alveg hreinar línur.“ segir Andrés. Frystiskylda á innfluttu kjöti fellur ekki úr gildi fyrr en seinna á árinu og því er um að ræða frosið kjöt. Kjötið þarf að hafa verið í frosti í þrjátíu daga. „Þá skiptir máli fyrir fyrirtæki að fá vottorð frá birgjum sínum um að varan hafi verið í frosti svo hægt sé að koma vörunni inn á markaðinn sem allra fyrst, segir Andrés sem segir fyrirtæki helst líta til Nýja Sjálands og Írlands í þeim efnum.Er innflutt kjöt þá væntanlegt í verslanir 29. júlí næstkomandi? „Það þarf að finna byrgja og koma þessu heim, það gerist ekki einn, tveir og bingó en það skiptir máli fyrir neytendur að þetta gerist hratt. Þá skiptir vottorðið máli svo varan þurfi ekki að bíða í frosti hér heima,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi.
Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest 21. júní 2019 19:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest 21. júní 2019 19:00