Fjöldi lögreglumanna í Alaska dæmdir afbrotamenn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 17:47 Alls eru 42 lögreglumenn við störf í Alaska sem dæmdir hafa verið fyrir ofbeldisglæpi. Vísir/Getty Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins. Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins.
Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira