Danski flugdólgurinn kærður fyrir kynferðisofbeldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 13:30 Olesen má ekki keppa aftur á Evrópumótaröðinni fyrr en niðurstaða fæst í hans mál. vísir/getty Danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi, árás og að vera drukkinn í flugvél. Hann þarf að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði. Olesen var handtekinn á Heathrow í síðustu viku við komuna til London frá Memphis, Tenessee.Daninn var ofurölvi í fluginu og lét öllum illum látum. Olesen áreitti sofandi konu kynferðislega í fluginu og meig á flugvélaganginn. Enski kylfingurinn Ian Poulter var með Olesen í fluginu og reyndi hvað hann gat til að róa flugdólginn niður. Það dugði þó skammt því Olesen hlýddi hvorki Poulter né áhafnarmeðlimum og hélt áfram að vera með dólgslæti allt þar til flugvélin lenti. Lögreglan mætti Olesen í flugvélardyrunum og handtók hann. Olesen, sem er í 64. sæti, hefur verið settur í bann frá Evrópumótaröðinni þar til niðurstaða fæst í hans mál. Hann var í sigurliði Evrópu í Ryderbikarnum á síðasta ári og hefur unnið fimm mót á Evrópumótaröðinni. Þá hefur Olesen, sem er 29 ára, tekið þátt á sex risamótum á ferlinum. Danmörk Golf Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að pissa á flugvélargangi og áreita sofandi konu í sama flugi Dauðadrukkinn danskur kylfingur gerðist sekur um saknæma hegðun á leið sinni frá Bandaríkjunum til Englands. Hann gæti verið á leið í fangelsi. 2. ágúst 2019 10:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi, árás og að vera drukkinn í flugvél. Hann þarf að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði. Olesen var handtekinn á Heathrow í síðustu viku við komuna til London frá Memphis, Tenessee.Daninn var ofurölvi í fluginu og lét öllum illum látum. Olesen áreitti sofandi konu kynferðislega í fluginu og meig á flugvélaganginn. Enski kylfingurinn Ian Poulter var með Olesen í fluginu og reyndi hvað hann gat til að róa flugdólginn niður. Það dugði þó skammt því Olesen hlýddi hvorki Poulter né áhafnarmeðlimum og hélt áfram að vera með dólgslæti allt þar til flugvélin lenti. Lögreglan mætti Olesen í flugvélardyrunum og handtók hann. Olesen, sem er í 64. sæti, hefur verið settur í bann frá Evrópumótaröðinni þar til niðurstaða fæst í hans mál. Hann var í sigurliði Evrópu í Ryderbikarnum á síðasta ári og hefur unnið fimm mót á Evrópumótaröðinni. Þá hefur Olesen, sem er 29 ára, tekið þátt á sex risamótum á ferlinum.
Danmörk Golf Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að pissa á flugvélargangi og áreita sofandi konu í sama flugi Dauðadrukkinn danskur kylfingur gerðist sekur um saknæma hegðun á leið sinni frá Bandaríkjunum til Englands. Hann gæti verið á leið í fangelsi. 2. ágúst 2019 10:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Handtekinn fyrir að pissa á flugvélargangi og áreita sofandi konu í sama flugi Dauðadrukkinn danskur kylfingur gerðist sekur um saknæma hegðun á leið sinni frá Bandaríkjunum til Englands. Hann gæti verið á leið í fangelsi. 2. ágúst 2019 10:45